Lífið

Nældi sér í breskan söngvara

Leikkonan Kirsten Dunst dvelur um þessar mundir í London hjá nýja kærastanum.
Leikkonan Kirsten Dunst dvelur um þessar mundir í London hjá nýja kærastanum. MYND/Getty

Bandaríska leikkonan Kirsten Dunst er yfir sig ástfangin um þessar mundir eftir að hafa kynnst breska söngvaranum Johnny Borrell. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Dunst og Borrell kynntust en það var þegar hljómsveit hans, Razorlight, var á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum.

Kirsten Dunst er svo hrifin af nýja kærastanum að hún flaug til London í síðustu viku og hefur dvalið í íbúð Borrells síðan þá. Kirsten fylgdist með kærastanum á tónleikum í London á sunnudagskvöld og eftir það fóru þau út á lífið.

 

Johnny Borrell, söngvari Razorlight, er nýi kærasti Kirsten Dunst.

„Þetta er alvöru samband og hún hefur elt hann eins og ástsjúkur hvolpur," segir heimildarmaður í breskum fjölmiðlum. „Kirsten flaug til London og það veit enginn hversu lengi hún verður þar. Hún er hins vegar að fara í upptökur í Evrópu innan tíðar svo þau ættu að geta hist reglulega í London."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.