Viðskipti erlent

ABN Amro biðlar til hluthafa

Eitt útibúa bankans ABN Amro, eins stærsta banka Hollands.
Eitt útibúa bankans ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Mynd/AFP

Stjórnendur hollenska bankans ABN Amro mæla með því við hluthafa bankans að þeir felli hagræðingatillögur fjárfestingasjóðsins The Children's Investment Fund (TCI). Tillögur sjóðsins fela í sér sölu á bankanum í heild eða hlutum. ABN Amro á í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays.

Að sögn breska ríkisútvarpsins eru viðræður Barclays og ABN Amro komnar langt á veg. Verði af samruna bankanna verður til einn stærsti viðskiptabanki Evrópu með markaðsverðmæti upp á 80 milljarða punda, jafnvirði 10.428 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim.

Hluthafar í ABN Amro kjósa um tillögur TCI á hluthafafundi 26. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×