Innlent

Íslenskir karlmenn þeir fjölskylduvænstu í Evrópu

Íslenskir karlmenn eru þeir fjölskylduvænstu í Evrópu, samkvæmt nýrri könnun. Fimmtungur kvenna er nú með hærri tekjur en eiginmenn þeirra.

Ingólfur V. Gíslason sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu flutti þessi gleðilegu tíðindi á fyrirlestri í Háskólanum á Akureyri í dag. Samevrópsk könnun sýnir að karlarnir hér á landi njóta sérstöðu.

Þetta kemur sérfræðingnum nokkuð á óvart í því vinnulúna andrúmslofti sem hér þekkist. Það er talið skipta máli í þessu samhengi að kjaraumhverfi ísenskra kvenna fer batnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×