Innlent

Verður einn besti golfvöllur á landinu

Miklar framkvæmdir eru að hefjast við golfvöllinn á Akureyri. Hann verður einn sá besti á landinu að loknum endurbótum, segja forráðamenn vallarins.

Skrifað var í vikunni undir uppbyggingarsamning milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar. Á næstu árum verður ráðist í almenna endurnýjun á golfvellinum sjálfum, uppbyggingu nýs æfingasvæðis sem og 9 holu æfingavallar. Ráðist er í framkvæmdirnar til að efla golfíþróttina í bænum þannig að sem flestum gefist kostur á þátttöku án óhóflegrar gjaldtöku. Ekki er óvarlegt að áætla, segja forráðamann golfvallarins, að völlurinn á Jaðri verði einn sá besti á landinu að loknum endurbótum. Eins og sjá má á þessari mynd verður vatn víða á vellinum sem er fremur sjaldgæft hérlendis.

Framkvæmdaáætlunin miðað að því að aðalvöllur GA verði endurgerður fyrir sumarið 2010 en þá fer Íslandsmótið í höggleik fram á vellinum. Árin 2011 og 2012 verður svo ráðist í frekari uppbyggingu og verður 250 milljónum krónum varið til uppbyggingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×