Orðræða um orkumál (2) Þorkell Helgason skrifar 26. október 2007 00:01 Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun