Fangelsi og skógrækt Þorsteinn Pálsson skrifar 1. nóvember 2007 00:01 Fangelsismálastofnun hefur með opinberri yfirlýsingu vísað á bug nýlegum röksemdum fangavarða á Litla-Hrauni fyrir því að uppbygging ríkisfangelsis eigi að vera á þeim stað. Embættismenn stofnunarinnar segja að samkvæmt faglegum rökum verði aðalfangelsi landsins að vera í Reykjavík. Hafa þeir embættismenn fangelsismála sem búa í Reykjavík einhvern einkarétt á faglegum sjónarmiðum um þessi málefni? Er það trúlegt að þeir starfsmenn fangelsanna sem starfa utan Reykjavíkur láti einir eigin búsetu hafa áhrif á skoðanir sínar um staðsetningu þeirra? Felst ekki einum of mikill hroki í þess konar áliti? Á síðasta áratug var ákveðin og framkvæmd veruleg uppbygging og endurbót á fangelsinu á Litla-Hrauni. Það var gert á grundvelli ítarlegrar og vel rökstuddrar tillögugerðar. Ákvörðunin fól í sér að meginstarfsemi ríkisfangelsisins skyldi áfram vera fyrir austan fjall en lítil stofnun með aðstöðu fyrir gæsluvarðhald og móttöku yrði í Reykjavík. Þetta var meðal annars rökstutt með því að hagkvæmni stærðarinnar væri forsenda fyrir virkri deildaskiptingu og nútíma þjónustu við fanga. Þessari stefnumörkun var síðar breytt. Úrbótaáform í fangelsismálum hafa því upp á síðkastið tekið mið af þeim sjónarmiðum starfsmanna fangelsanna í Reykjavík að tvær meðalstórar stofnanir eigi að reka á þessu sviði: Aðra í Reykjavík en hina á Eyrarbakka. Fráleitt er að líta svo á að annað sjónarmiðið sé faglegt en hitt ekki. Sannleikurinn er sá að ábendingar fangavarðanna á Litla-Hrauni byggja á gildum rökum og áttu fullt erindi inn í umræðuna. Gild rök þarf að vega og meta á báða bóga. Ein rétt niðurstaða er ekki til. Núverandi dómsmálaráðherra hefur með eftirtektarverðum hætti fært talsvert af þjónustuverkefnum úr ráðuneytinu út til sýslumannsembætta á landsbyggðinni. Með málflutningsröksemdum Fangelsismálastofnunar hefði mátt halda því fram að þær ráðstafanir skorti fagleg rök. Svo var ekki. Þær fólu bæði í sér hagkvæmni og skynsemi. Áformuð staðsetning fangelsis á Hólmsheiði vekur síðan upp annað og miklu alvarlegra umhugsunarefni. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur sent borgaryfirvöldum rökstudda greinargerð til varnar því mikla skógræktarstarfi sem unnið hefur verið á austurheiðum Reykjavíkur undanfarna áratugi. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík stefna nú að því með skipulagi um margs konar mannvirkjagerð að rífa þetta starf upp með rótum. Það er ásetningur um ósmátt umhverfisspellvirki. Ætli Fangelsismálastofnun að halda fast við byggingu nýs fangelsis á þessu svæði felst í því upplýst hlutdeild í atlögu að hálfri milljón trjáplantna sem ungt fólk hefur unnið við að gróðursetja í tvo áratugi. Fyrir þeirri gerð eru fá og fátækleg fagleg rök. Betur færi á hinu að ríkisvaldið tæki höndum saman við Skógræktarfélagið í brýnni viðleitni þess til að hrinda þessum áformum borgaryfirvalda. Hvar sem fagleg rök eru í hávegum höfð geta menn með góðri samvisku og af fullri reisn tekið undir röksemdafærslu Skógræktarfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Fangelsismálastofnun hefur með opinberri yfirlýsingu vísað á bug nýlegum röksemdum fangavarða á Litla-Hrauni fyrir því að uppbygging ríkisfangelsis eigi að vera á þeim stað. Embættismenn stofnunarinnar segja að samkvæmt faglegum rökum verði aðalfangelsi landsins að vera í Reykjavík. Hafa þeir embættismenn fangelsismála sem búa í Reykjavík einhvern einkarétt á faglegum sjónarmiðum um þessi málefni? Er það trúlegt að þeir starfsmenn fangelsanna sem starfa utan Reykjavíkur láti einir eigin búsetu hafa áhrif á skoðanir sínar um staðsetningu þeirra? Felst ekki einum of mikill hroki í þess konar áliti? Á síðasta áratug var ákveðin og framkvæmd veruleg uppbygging og endurbót á fangelsinu á Litla-Hrauni. Það var gert á grundvelli ítarlegrar og vel rökstuddrar tillögugerðar. Ákvörðunin fól í sér að meginstarfsemi ríkisfangelsisins skyldi áfram vera fyrir austan fjall en lítil stofnun með aðstöðu fyrir gæsluvarðhald og móttöku yrði í Reykjavík. Þetta var meðal annars rökstutt með því að hagkvæmni stærðarinnar væri forsenda fyrir virkri deildaskiptingu og nútíma þjónustu við fanga. Þessari stefnumörkun var síðar breytt. Úrbótaáform í fangelsismálum hafa því upp á síðkastið tekið mið af þeim sjónarmiðum starfsmanna fangelsanna í Reykjavík að tvær meðalstórar stofnanir eigi að reka á þessu sviði: Aðra í Reykjavík en hina á Eyrarbakka. Fráleitt er að líta svo á að annað sjónarmiðið sé faglegt en hitt ekki. Sannleikurinn er sá að ábendingar fangavarðanna á Litla-Hrauni byggja á gildum rökum og áttu fullt erindi inn í umræðuna. Gild rök þarf að vega og meta á báða bóga. Ein rétt niðurstaða er ekki til. Núverandi dómsmálaráðherra hefur með eftirtektarverðum hætti fært talsvert af þjónustuverkefnum úr ráðuneytinu út til sýslumannsembætta á landsbyggðinni. Með málflutningsröksemdum Fangelsismálastofnunar hefði mátt halda því fram að þær ráðstafanir skorti fagleg rök. Svo var ekki. Þær fólu bæði í sér hagkvæmni og skynsemi. Áformuð staðsetning fangelsis á Hólmsheiði vekur síðan upp annað og miklu alvarlegra umhugsunarefni. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur sent borgaryfirvöldum rökstudda greinargerð til varnar því mikla skógræktarstarfi sem unnið hefur verið á austurheiðum Reykjavíkur undanfarna áratugi. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík stefna nú að því með skipulagi um margs konar mannvirkjagerð að rífa þetta starf upp með rótum. Það er ásetningur um ósmátt umhverfisspellvirki. Ætli Fangelsismálastofnun að halda fast við byggingu nýs fangelsis á þessu svæði felst í því upplýst hlutdeild í atlögu að hálfri milljón trjáplantna sem ungt fólk hefur unnið við að gróðursetja í tvo áratugi. Fyrir þeirri gerð eru fá og fátækleg fagleg rök. Betur færi á hinu að ríkisvaldið tæki höndum saman við Skógræktarfélagið í brýnni viðleitni þess til að hrinda þessum áformum borgaryfirvalda. Hvar sem fagleg rök eru í hávegum höfð geta menn með góðri samvisku og af fullri reisn tekið undir röksemdafærslu Skógræktarfélagsins.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun