Gott hjá Valgerði Ögmundur Jónasson skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Umræðan Eftirlaun alþingismanna Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið væri að búa til „dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum dollarabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlaunalögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýtaaðgerð - breytingar til að sýnast - eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgjandi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttindahugsun sem eftirlaunafrumvarpið var reist á.Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Eftirlaun alþingismanna Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið væri að búa til „dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum dollarabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlaunalögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýtaaðgerð - breytingar til að sýnast - eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgjandi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttindahugsun sem eftirlaunafrumvarpið var reist á.Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar