Innlent

Strokufangar á Skoda

Mennirnir eru taldir vera á dökkráum Skoda Octavia. Bíllinn á myndinn tengist ekki fréttinni.
Mennirnir eru taldir vera á dökkráum Skoda Octavia. Bíllinn á myndinn tengist ekki fréttinni.

Fangarnir sem struku frá Litla-Hrauni í gærkvöldi eru enn ófundnir. Lögreglu hafa borist tilkynningar um innbrot í hesthús á Eyrarbakka og eru vísbendingar um að þar hafi menn dvalið um stund. Þá segir lögregla að Í Tjarnarbyggð á milli Eyrarbakka og Selfoss hafi verið brotist inn í vinnuskúr og þaðan stolið mat en engu öðru. Lögreglan telur víst að fangarnir séu komnir á Höfuðborgarsvæðið.

Í Stóru Sandvík var bifreið af tegundinni Skoda Octavia með skráningarnúmerinu ZX 224 stolið á tímabilinu frá klukkan tvö í nótt til klukkan átta í morgun. „Allt bendir til að strokufangarnir hafi stolið bifreiðinni sem er dökkgrá, árgerð 2004. Úr annari bifreið við Stóru Sandvík var stolið greiðslukorti sem notað var til greiðslu á vörum í 10-11 verslun við Staðarberg í Hafnarfirði nú í morgun kl. 06:24," segir lögreglan.

„Af þessu leiðir að strokufangarnir eru komnir á höfuðborgarsvæðið," segir í tilkynningu frá lögreglu sem biður alla þá sem hafa orðið varir eða verða varir við bifreiðina ZX 224 að hafa strax samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010. „Einnig er starfsfólk á bensínafgreiðslum og í verslun og þjónustu beðið að veita athygli ef grunsamlegir menn eru að greiða fyrir vörur og þjónustu með greiðslukorti sem er merkt sem innkaupakort ríkisins frá Eurocard að gera lögreglu viðvart þegar í stað. "




Fleiri fréttir

Sjá meira


×