Erlent

Evrópusambandið herðir lög um skráningu glæpamanna

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Í dag var samþykkt að aðildaríki Evrópusambandsins myndu framvegis deila upplýsingum um dæmda glæpamenn innan sambandsins. Einnig var samþykkt að lönd innan sambandsins séu nú skyldug til að svara beiðni um sakaskrá einstaklinga innan tíu virkra daga frá beiðni.

Drög að þessari reglu voru skrifuð í lok ársins 2005 eftir að franskur skógarvörður fékk vinnu í skóla í Belgíu, þrátt fyrir að hafa verið sakfelldur fyrir nauðgun í Frakklandi.

Skógarvörðurinn Michael Fourniret hefur nú játað níu morð á sig í Belgíu og Frakklandi. Mál Fourniret gerði sambandinu það ljóst að skortur var á skráningu dæmdra morðinga og nauðgara innan Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×