Velta í smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bandaríkjunum á milli mánaða í maí, samkvæmt tölum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna, sem birtar voru í dag. Vöxturinn hefur ekki verið jafn mikil síðan í janúar í fyrra.
Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en greinendur höfðu spáð og slær á áhyggjur manna að samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs og hátt verð á eldsneyti hafi komið niður á einkaneyslu.
Útlit er því fyrir öllu meiri hagvexti á yfirstandandi fjórðungi og vísbendingar um að hann verði í efri mörkum spá greinenda, að mati Bloomberg.