Innlent

700 sjóliðar á vegum NATO væntanlegir til Reykjavíkur

Hér sést USS Normandy á ferð um Súes skurðinn.
Hér sést USS Normandy á ferð um Súes skurðinn. MYND/AFP

Herskip á vegum NATO munu leggjast að bryggju í Sundahöfn og á Miðbakka í fyrramálið. Um er að ræða skip frá bandaríska flotanum, USS Normandy, eitt frá Spáni, SPS Patino og þýska skipið FGS Sachsen. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum.

USS Normandy verður við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino verður við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen verður við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn.

Skipin þrjú mynda heild sem kallast Standing NATO Maritime Group 1 og kemur hingað á vegum NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×