Gæti lagt inni í herbergi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2007 00:01 Haraldur sest glaðbeittur upp í Mini Cooperinn sem hann hefur eignað sér. Fréttablaðið/GVA Mini Cooper er snaggaralegur bíll, ekki síst með blæju. Haraldur Guðmundsson, nemandi í Flugskólanum, ekur um á einum slíkum. „Ég fékk dellu fyrir svona bíl þegar ég sá myndina Italian Job,“ segir Haraldur um Mini Cooper bílinn sem hann keyrir á. Segir slíkan bíl hafa komið mikið við sögu í þeirri mynd og staðið sig mjög vel. „Hann keyrði inn í hús og allan pakkann. Þá hugsaði ég að einn svona yrði ég að fá. Ég gæti lagt honum inni í herbergi,“ segir Haraldur hlæjandi. Þvertekur samt fyrir allar slíkar æfingar enn sem komið er. Tekur líka fram að hann sé ekki löglegur eigandi gripsins. „Pabbi er skráður fyrir honum en ég er búinn að eigna mér hann nokkurn veginn,“ segir hann grallaralegur. Bíllinn er af árgerð 2005 og Haraldur segir hann reynast mjög vel. „Þetta er fínn bíll, gott að keyra hann. Svo eyðir hann mjög litlu. Ég hef ekki mælt hversu litlu en veit bara að tankurinn dugar alveg rosalega lengi. Maður er ekkert alltaf á bensínstöðvunum eins og á sumum bílum.“ Auk þess segir hann Cooperinn kraftmikinn. „Hann er 115 hestöfl og léttur enda með blæju,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi ekki séð aðra blæjubíla af þessari tegund hér á landi og heldur ekki appelsínugula. Þeir geti þó leynst einhvers staðar. Haraldur er í Flugskólanum og segir það mjög gaman. Þangað ekur hann á Coopernum og er búinn að setja vetrardekk undir hann en hefur ekki reynslu af honum í vetrarakstri því sjálfur var hann í Bandaríkjunum í fyrravetur. „Þá var litli bróðir minn á bílnum en var ekkert hrifinn af honum enda er hann hausnum hærri en ég. Hann þurfti hálfgert að troða sér inn í hann,“ segir Haraldur skellihlæjandi. Bílar Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Mini Cooper er snaggaralegur bíll, ekki síst með blæju. Haraldur Guðmundsson, nemandi í Flugskólanum, ekur um á einum slíkum. „Ég fékk dellu fyrir svona bíl þegar ég sá myndina Italian Job,“ segir Haraldur um Mini Cooper bílinn sem hann keyrir á. Segir slíkan bíl hafa komið mikið við sögu í þeirri mynd og staðið sig mjög vel. „Hann keyrði inn í hús og allan pakkann. Þá hugsaði ég að einn svona yrði ég að fá. Ég gæti lagt honum inni í herbergi,“ segir Haraldur hlæjandi. Þvertekur samt fyrir allar slíkar æfingar enn sem komið er. Tekur líka fram að hann sé ekki löglegur eigandi gripsins. „Pabbi er skráður fyrir honum en ég er búinn að eigna mér hann nokkurn veginn,“ segir hann grallaralegur. Bíllinn er af árgerð 2005 og Haraldur segir hann reynast mjög vel. „Þetta er fínn bíll, gott að keyra hann. Svo eyðir hann mjög litlu. Ég hef ekki mælt hversu litlu en veit bara að tankurinn dugar alveg rosalega lengi. Maður er ekkert alltaf á bensínstöðvunum eins og á sumum bílum.“ Auk þess segir hann Cooperinn kraftmikinn. „Hann er 115 hestöfl og léttur enda með blæju,“ útskýrir hann og bætir við að hann hafi ekki séð aðra blæjubíla af þessari tegund hér á landi og heldur ekki appelsínugula. Þeir geti þó leynst einhvers staðar. Haraldur er í Flugskólanum og segir það mjög gaman. Þangað ekur hann á Coopernum og er búinn að setja vetrardekk undir hann en hefur ekki reynslu af honum í vetrarakstri því sjálfur var hann í Bandaríkjunum í fyrravetur. „Þá var litli bróðir minn á bílnum en var ekkert hrifinn af honum enda er hann hausnum hærri en ég. Hann þurfti hálfgert að troða sér inn í hann,“ segir Haraldur skellihlæjandi.
Bílar Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent