Samantekt: Bekkur KR-inga sá besti í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2007 00:01 Benedikt Guðmundsson getur óhræddur kallað á menn af bekknum hjá KR-liðinu. Fréttablaðið/daníel Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur fengið 267 stig og 116 fráköst frá varamönnum í vetur. Varamenn KR skoruðu 62 stigum fleira en varamenn Hamars og Grindavíkur í eins stigs sigrum KR. Íslandsmeistarar KR-inga hafa verið með hæsta framlagið frá bekknum af öllum liðum Iceland Express deild karla en níu umferðir eru búnar af deildinni í vetur. KR hefur fengið flest stig (20,5) og flest fráköst (8,9 í leik) frá varamönnum sínum og þá hafa varmenn liðsins skilaði flestum framlagsstigum í leik. Besta dæmið um mikilvægi varamannabekksins fyrir KR-liðið hefur komið í tveimur síðustu leikjum, sem KR hefur unnið báða með aðeins einu stigi. Sá fyrri var í deildinni í Hveragerði 2. desember þar sem KR var fimmtán stigum undir, 33-18, eftir fyrsta leikhluta. Benedikt Guðmundsson fékk 26 stig frá varamönnum sínum í öðrum leikhluta sem KR vann 36-15 og kom sér aftur inn í leikinn, KR vann á endanum 91-90 og það var varamaðurinn Darri Hilmarsson sem skoraði síðustu þrjú stig liðsins þar af sigurstigið á vítalínunni sex sekúndum fyrir leikslok. Varamenn KR enduðu með 39 stig gegn aðeins 5 stigum hjá varamönnum KR. Sá seinni var í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Grindavík á sunnudagskvöldið. KR var komið sex stigum undir þegar sex mínútur eftir en tveir þristar frá varamanninum Brynjari Þór Björnssyni og fjögur stig frá Fannari Ólafssyni spiluðu lykilihlutverk í að landa sigrinum en Fannar skoraði sigurkörfuna átta sekúndum fyrir leikslok. KR vann leikinn 104-103 og varamenn liðsins unnu baráttuna við bekk Grindvíkinga með miklum yfirburðum 37-9. Það er margt sameiginlegt með þessum leikjum. Í þeim báðum kemur varamaður sjóðheitur inn í annan leikhluta, Brynjar skoraði 18 stig í 2. leikhluta í Hveragerði og Darri skoraði 13 stig í 2. leikhluta gegn Grindavík. Í báðum leikjum eru það síðan varamenn sem tryggja sigurinn á lokasekúndum leiksins og þegar heildarstigaskor af bekknum er skoðað kemur í ljós að varamenn KR skoruðu 76 stig gegn 14 í þessum tveimur naumu sigrum. Þegar tölfræði er skoðuð yfir flest stig varamanna liðs í einum leik kemur í ljós að KR-ingar eiga þrjá af sex bestu leikjunum í vetur en ekki þó tvo þá hæstu. ÍR-ingar fengu 45 stig frá bekknum í fyrsta leik gegn Þór á Akureyri og Keflvíkingar fengu 45 stig frá bekknum gegn sama Þórsliði fimmtán dögum síðar. KR-ingar hafa mest fengið 44 stig frá bekknum og enn komu Þórsararnir þar við sögu en Akureyringar voru þá búnir að láta varamenn mótherja sinna skora á sig 170 stig í fyrstu fjórum leikjunum. Lærisveinar Hrafns Kristjánssonar hafa tekið sig á eftir það og varamenn mótherjanna hafa aðeins skorað 59 stig í síðustu fimm deildarleikjum þar af aðeins 13 stig í síðustu tveimur. ooj@frettabladid.is Mynd/Vilhelm Stig frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 267 (20,5 í leik) 2. Keflavík 236 (18,2) 3. Njarðvík 211 (16,2) 4. Grindavík 195 (15,0) 5. ÍR 164 (12,6) 6. Fjölnir 163 (12,5) 7. Snæfell 160 (12,3) 8. Stjarnan 158 (12,2) 9. Hamar 135 (10,4) 10. Þór Ak. 122 (9,4) 11. Tindastóll 85 (6,5) 12. Skallagrímur 81 (6,2) Fráköst frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 116 (8,9 í leik) 2. Keflavík 107 (8,2) 3. ÍR 82 (6,3) 4. Þór Ak. 80 (6,2) 4. Fjölnir 80 (6,2) 6. Stjarnan 79 (6,1) 7. Grindavík 78 (6,0) 8. Njarðvík 72 (5,5) 9. Snæfell 68 (5,2) 10. Hamar 44 (3,4) 11. Skallagrímur 42 (3,2) 12. Tindastóll 22 (1,7) Hæsta framlag frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 23,3 2. Keflavík 20,2 3. Njarðvík 18,8 4. Grindavík 16,0 5. ÍR 13,7 6. Fjölnir 12,0 7. Snæfell 11,3 8. Stjarnan 11,2 9. Þór Ak. 8,3 10. Skallagrímur 6,5 11. Hamar 6,2 12. Tindastóll 3,7 Flestar mínútur frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. Keflavík 623 (47,9 í leik) 2. KR 620 (47,7) 3. Fjölnir 592 (45,5) 4. Njarðvík 566 (43,5) 5. Snæfell 556 (42,8) 6. Stjarnan 538 (41,4) 7. ÍR 534 (41,1) 8. Þór Ak. 530 (40,8) 9. Grindavík 527 (40,5) 10. Hamar 416 (32,0) 11. Skallagrímur 383 (29,5) 12. Tindastóll 343 (26,4) Varamannabekkir á toppnum Flest sóknarfráköst Keflavík, 44 Flestar þriggja stiga körfur KR, 30 Flest fengin víti Keflavík, 87 Flestar stoðsendingar Keflavík, 66 Flestir stolnir boltar Keflavík, 40 Flest varin skot Njarðvík, 17 Flestar villur KR, 107 Besta skotnýting Njarðvík 44,9% Besta vítanýting Stjarnan, 85,2% Besta 3ja stiga skotnýting Njarðvík 39,7% Varamannabekkir á botninum Fæst sóknarfráköst Tindastóll, 7 Fætar þriggja stiga körfur Tindastóll, 5 Fæst fengin víti Skallagrímur, 14 Fæstar stoðsendingar Hamar, Tindastóll 12 Fæstir stolnir boltar Hamar, Tindastóll 12 Fæst varin skot Snæfell, Þór, Tindastóll 2 Fæstar villur Hamar 36 Versta skotnýting Þór Ak. 33,1% Versta vítanýting Skallagrímur, 28,6% Versta 3ja stiga skotnýting Tindastóll, 15,6% Dominos-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur fengið 267 stig og 116 fráköst frá varamönnum í vetur. Varamenn KR skoruðu 62 stigum fleira en varamenn Hamars og Grindavíkur í eins stigs sigrum KR. Íslandsmeistarar KR-inga hafa verið með hæsta framlagið frá bekknum af öllum liðum Iceland Express deild karla en níu umferðir eru búnar af deildinni í vetur. KR hefur fengið flest stig (20,5) og flest fráköst (8,9 í leik) frá varamönnum sínum og þá hafa varmenn liðsins skilaði flestum framlagsstigum í leik. Besta dæmið um mikilvægi varamannabekksins fyrir KR-liðið hefur komið í tveimur síðustu leikjum, sem KR hefur unnið báða með aðeins einu stigi. Sá fyrri var í deildinni í Hveragerði 2. desember þar sem KR var fimmtán stigum undir, 33-18, eftir fyrsta leikhluta. Benedikt Guðmundsson fékk 26 stig frá varamönnum sínum í öðrum leikhluta sem KR vann 36-15 og kom sér aftur inn í leikinn, KR vann á endanum 91-90 og það var varamaðurinn Darri Hilmarsson sem skoraði síðustu þrjú stig liðsins þar af sigurstigið á vítalínunni sex sekúndum fyrir leikslok. Varamenn KR enduðu með 39 stig gegn aðeins 5 stigum hjá varamönnum KR. Sá seinni var í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Grindavík á sunnudagskvöldið. KR var komið sex stigum undir þegar sex mínútur eftir en tveir þristar frá varamanninum Brynjari Þór Björnssyni og fjögur stig frá Fannari Ólafssyni spiluðu lykilihlutverk í að landa sigrinum en Fannar skoraði sigurkörfuna átta sekúndum fyrir leikslok. KR vann leikinn 104-103 og varamenn liðsins unnu baráttuna við bekk Grindvíkinga með miklum yfirburðum 37-9. Það er margt sameiginlegt með þessum leikjum. Í þeim báðum kemur varamaður sjóðheitur inn í annan leikhluta, Brynjar skoraði 18 stig í 2. leikhluta í Hveragerði og Darri skoraði 13 stig í 2. leikhluta gegn Grindavík. Í báðum leikjum eru það síðan varamenn sem tryggja sigurinn á lokasekúndum leiksins og þegar heildarstigaskor af bekknum er skoðað kemur í ljós að varamenn KR skoruðu 76 stig gegn 14 í þessum tveimur naumu sigrum. Þegar tölfræði er skoðuð yfir flest stig varamanna liðs í einum leik kemur í ljós að KR-ingar eiga þrjá af sex bestu leikjunum í vetur en ekki þó tvo þá hæstu. ÍR-ingar fengu 45 stig frá bekknum í fyrsta leik gegn Þór á Akureyri og Keflvíkingar fengu 45 stig frá bekknum gegn sama Þórsliði fimmtán dögum síðar. KR-ingar hafa mest fengið 44 stig frá bekknum og enn komu Þórsararnir þar við sögu en Akureyringar voru þá búnir að láta varamenn mótherja sinna skora á sig 170 stig í fyrstu fjórum leikjunum. Lærisveinar Hrafns Kristjánssonar hafa tekið sig á eftir það og varamenn mótherjanna hafa aðeins skorað 59 stig í síðustu fimm deildarleikjum þar af aðeins 13 stig í síðustu tveimur. ooj@frettabladid.is Mynd/Vilhelm Stig frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 267 (20,5 í leik) 2. Keflavík 236 (18,2) 3. Njarðvík 211 (16,2) 4. Grindavík 195 (15,0) 5. ÍR 164 (12,6) 6. Fjölnir 163 (12,5) 7. Snæfell 160 (12,3) 8. Stjarnan 158 (12,2) 9. Hamar 135 (10,4) 10. Þór Ak. 122 (9,4) 11. Tindastóll 85 (6,5) 12. Skallagrímur 81 (6,2) Fráköst frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 116 (8,9 í leik) 2. Keflavík 107 (8,2) 3. ÍR 82 (6,3) 4. Þór Ak. 80 (6,2) 4. Fjölnir 80 (6,2) 6. Stjarnan 79 (6,1) 7. Grindavík 78 (6,0) 8. Njarðvík 72 (5,5) 9. Snæfell 68 (5,2) 10. Hamar 44 (3,4) 11. Skallagrímur 42 (3,2) 12. Tindastóll 22 (1,7) Hæsta framlag frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 23,3 2. Keflavík 20,2 3. Njarðvík 18,8 4. Grindavík 16,0 5. ÍR 13,7 6. Fjölnir 12,0 7. Snæfell 11,3 8. Stjarnan 11,2 9. Þór Ak. 8,3 10. Skallagrímur 6,5 11. Hamar 6,2 12. Tindastóll 3,7 Flestar mínútur frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. Keflavík 623 (47,9 í leik) 2. KR 620 (47,7) 3. Fjölnir 592 (45,5) 4. Njarðvík 566 (43,5) 5. Snæfell 556 (42,8) 6. Stjarnan 538 (41,4) 7. ÍR 534 (41,1) 8. Þór Ak. 530 (40,8) 9. Grindavík 527 (40,5) 10. Hamar 416 (32,0) 11. Skallagrímur 383 (29,5) 12. Tindastóll 343 (26,4) Varamannabekkir á toppnum Flest sóknarfráköst Keflavík, 44 Flestar þriggja stiga körfur KR, 30 Flest fengin víti Keflavík, 87 Flestar stoðsendingar Keflavík, 66 Flestir stolnir boltar Keflavík, 40 Flest varin skot Njarðvík, 17 Flestar villur KR, 107 Besta skotnýting Njarðvík 44,9% Besta vítanýting Stjarnan, 85,2% Besta 3ja stiga skotnýting Njarðvík 39,7% Varamannabekkir á botninum Fæst sóknarfráköst Tindastóll, 7 Fætar þriggja stiga körfur Tindastóll, 5 Fæst fengin víti Skallagrímur, 14 Fæstar stoðsendingar Hamar, Tindastóll 12 Fæstir stolnir boltar Hamar, Tindastóll 12 Fæst varin skot Snæfell, Þór, Tindastóll 2 Fæstar villur Hamar 36 Versta skotnýting Þór Ak. 33,1% Versta vítanýting Skallagrímur, 28,6% Versta 3ja stiga skotnýting Tindastóll, 15,6%
Dominos-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti