Samráðið var blekking Siv Friðleifsdóttir skrifar 18. desember 2007 00:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur einnig hælt sér af boðuðum samráðsvettvangi. Þó bólar ekkert á honum. Við fulltrúar í stjórnarandstöðunni höfum margoft spurt Ingibjörgu Sólrúnu af hverju boðaður samráðsvettvangur er ekki settur á laggirnar svo hann geti tekið til starfa. Hvað tefur ráðherrann, sem hefur ítrekað komið orðinu „samráðsstjórnmál“ í umræðuna? @Megin-Ol Idag 8,3p :Markmiðið með boðuðum samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna var væntanlega að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um varnar- og öryggismál landsins. En hver er staðan í dag? Jú, bæði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún vinna frumvörp sem snerta þessi mál án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Hvaða falsheit eru það að boða samráð, en leggja síðan meginlínur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkvuðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Upplýst er að Ingibjörg Sólrún hefur unnið frumvarp um Varnarmálastofnun, sem er til umræðu í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og verður lagt fram eftir áramót, mun seinna en áætlað var. Einnig er Björn búinn að leggja fram frumvarp á Alþingi um að almannavarna- og öryggismálaráð marki stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Hann hefur líka unnið frumvarp um varalið lögreglu sem er tilbúið í ríkisstjórn og verður lagt fram eftir áramót og frumvarp um öryggisþjónustu ríkisins sem hefur verið kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Hvað er á seyði? Átti samráðsvettvangur stjórnmálaflokkanna um öryggismál að taka til starfa eftir búið var að klára alla stefnumótun? Í stað samræðustjórnmála væri nær að utanríkisráðherra auglýsti nýtt fyrirbæri, þ.e. eftirásamráð. Eða er ástæðan sú að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að opinbera ágreining sinn í málaflokknum? Nú þegar hefur Björn verið gerður afturreka í stjórnarsamstarfinu því Ingibjörg boðar stofnun Varnarmálastofnunar þó að ný stofnun í kringum ratsjárkerfið sé stílbrot að sögn Björns. En eitt er ljóst, boðað samráð við stjórnmálaflokkana um öryggismál var bara ein stór blekking eftir allt saman. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur einnig hælt sér af boðuðum samráðsvettvangi. Þó bólar ekkert á honum. Við fulltrúar í stjórnarandstöðunni höfum margoft spurt Ingibjörgu Sólrúnu af hverju boðaður samráðsvettvangur er ekki settur á laggirnar svo hann geti tekið til starfa. Hvað tefur ráðherrann, sem hefur ítrekað komið orðinu „samráðsstjórnmál“ í umræðuna? @Megin-Ol Idag 8,3p :Markmiðið með boðuðum samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna var væntanlega að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um varnar- og öryggismál landsins. En hver er staðan í dag? Jú, bæði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún vinna frumvörp sem snerta þessi mál án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Hvaða falsheit eru það að boða samráð, en leggja síðan meginlínur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkvuðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Upplýst er að Ingibjörg Sólrún hefur unnið frumvarp um Varnarmálastofnun, sem er til umræðu í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og verður lagt fram eftir áramót, mun seinna en áætlað var. Einnig er Björn búinn að leggja fram frumvarp á Alþingi um að almannavarna- og öryggismálaráð marki stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Hann hefur líka unnið frumvarp um varalið lögreglu sem er tilbúið í ríkisstjórn og verður lagt fram eftir áramót og frumvarp um öryggisþjónustu ríkisins sem hefur verið kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Hvað er á seyði? Átti samráðsvettvangur stjórnmálaflokkanna um öryggismál að taka til starfa eftir búið var að klára alla stefnumótun? Í stað samræðustjórnmála væri nær að utanríkisráðherra auglýsti nýtt fyrirbæri, þ.e. eftirásamráð. Eða er ástæðan sú að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að opinbera ágreining sinn í málaflokknum? Nú þegar hefur Björn verið gerður afturreka í stjórnarsamstarfinu því Ingibjörg boðar stofnun Varnarmálastofnunar þó að ný stofnun í kringum ratsjárkerfið sé stílbrot að sögn Björns. En eitt er ljóst, boðað samráð við stjórnmálaflokkana um öryggismál var bara ein stór blekking eftir allt saman. Höfundur er alþingismaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun