Skrúfan herðist við óbreytta vexti 19. desember 2007 00:01 Rétt fyrir vaxtaákvörðunarkynningu Farið yfir ákvörðunina við upphaf síðasta vaxtaákvörðunarfundar Seðlabankans 1. nóvember síðastliðinn. Frá vinstri: Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur, Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason seðlabankastjórar og Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Markaðurinn/GVA Stýrivextir munu standa í sléttum fjórtán prósentum taki Seðlabanki Íslands ákvörðun um 0,25 prósentustiga vaxtahækkun á aukavaxtaákvörðunardegi bankans á morgun. Slík hækkun væri raunar í takt við þann vaxtaferil sem Seðlabankinn hefur kynnt í efnahagsriti sínu Peningamálum og þá skoðun sem lýst var á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans 1. nóvember síðastliðinn, að yrði hagþróun hér ekki hagfelld gæti komið til þess að vextir hækkuðu enn frekar. Á þeim fundi kynnti bankinn 0,45 prósentustiga hækkun stýrivaxta, upp í 13,75 prósent. Þar áður voru stýrivextir Seðlabankans síðast hækkaðir í desember í fyrra. Í Peningamálum, efnahagsriti Seðlabankans sem út kom samhliða síðustu stýrivaxtaákvörðun, var birt sú þjóðhags- og verðbólguspá sem lá til grundvallar vaxtaákvörðun bankans. Þar er spáð tæplega 1,0 prósents hagvexti á þessu ári, 0,4 prósentum á því næsta og 2,0 prósenta samdrætti í vergri landsframleiðslu árið 2009. Síðasta fimmtudag birti Hagstofa Íslands tölur um hagvöxt sem virðist stefna í að verða töluvert meiri á þessu ári en Seðlabankinn reiknaði með í spá sinni. Á fyrstu níu mánuðum ársins mældist hagvöxtur hér 2,7 prósent.neikvæðari Áhrif en efni standa tilFrá fundi viðskiptaráðs um stýrivexti Vaxtastefna Seðlabankans var til umræðu á fundi Viðskiptaráðs Íslands eftir vaxtaákvörðun Seðlabankans í byrjun nóvember. Hér má sjá Arnór Sighvatsson aðalhagfræðing Seðlabankans, Ásgeir Jónsson frá Kaupþingi, Ingólf Bender frá Glitni og Björn Rúnar Guðmundsson frá Landsbankanum. Markaðurinn/AntonÓlafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir ljóst að með vaxtalækkunum seðlabanka austanhafs og vestan hafi vaxtamunur milli Íslands og umheimsins aukist. „Það að halda vöxtum óbreyttum jafngildir þess vegna vaxtahækkun, í ljósi þess að vextir hafa lækkað í umheiminum,“ segir hann og bætir við að vegna þessa þyrfti Seðlabankinn líklega að lækka vexti um 25 punkta til þess eins að viðhalda óbreyttum vaxtamun. „Því auðvitað gildir vaxtamunurinn í þessum efnum og ljóst að vextirnir eru komnir í þær ofurhæðir að ekki breytir öllu um atferli manna hvort þeir eru 25 punktum hærri eða lægri.“ Ólafur segir að ákvörðun um stýrivexti hljóti að taka mið af hinu viðkvæma markaðsástandi sem nú ríkir og um leið þeirri staðreynd að seðlabankar í umheiminum leitist nú við að afstýra niðursveiflu. Greiningardeild Landsbanka Íslands metur hins vegar stöðuna svo að allar líkur séu á að Seðlabankinn hækki stýrivexti á morgun. Bankinn spáir 25 punkta hækkun.Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir mat greiningardeildarinnar að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti á morgun. Sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að bankinn ætti ekki að hækka vexti.„Vaxtahækkun yrði í takt við það sem bankinn hefur sagt um þörf á meira aðhaldi vegna vísbendinga um efnahagslega þenslu,“ segir Björn Rúnar og bætir við að millitölur Hagstofunnar um hagvöxt hafi ýtt fremur undir slíka túlkun á þróun hagstærða. „Við erum með hagvöxt upp á 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi og ákveðinn stíganda í hagkerfinu innan ársins. Það sama má svo segja um einkaneyslu, sem er ein meginvísbendingin um eftirspurnina.“ Björn Rúnar segir líka að fjárfesting hafi dregist minna saman en reiknað hafi verið með og þótt fram undan væri frekari samdráttur í fjárfestingu túlki bankinn trúlega stíganda í hagvexti og einkaneyslu sem merki um of mikla þenslu. „Svo má auðvitað segja að vinnumarkaður sé áfram á fullu blússi, atvinnuleysi er enn mjög lágt, eða 0,8 prósent, og ber því allt að sama brunni hvað þetta varðar,“ segir hann og telur að Seðlabankinn vilji koma á framfæri ákveðnum skilaboðum um að frekara aðhalds sé þörf með 25 prósentustiga hækkun stýrivaxta. „En á móti kemur náttúrlega þessi órói á alþjóðamörkuðum og sú staðreynd að erlendir seðlabankar hafa verið að lækka, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það eykur auðvitað aðhaldið í einhverjum skilningi.“Björn Rúnar segist hins vegar sjálfur telja vaxtahækkun misráðna, hún sé aðgerð sem fresti vandanum fremur en leysi hann. „Ég held að samdráttur á fasteignamarkaði sé rétt handan við hornið og 25 punkta hækkun á stýrivöxtum til eða frá breyti engu þar um. Síðan held ég að þessi hliðaráhrif sem háir stýrivextir hafa á gengi krónunnar séu neikvæð þegar upp er staðið. Þau halda uppi of mikilli eftirspurn eftir innflutningi og búa í haginn fyrir gengisfellingu síðar,“ segir Björn Rúnar og kveðst telja að lækkun vaxta væri að mörgu leyti gáfulegri aðgerð að þessu sinni.Verðbólgumarkmið í augsýnÓlafur Ísleifsson Ólafur, sem er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og einn af helstu efnahagssérfræðingum þjóðarinnar, segir stýrivexti hér svo háa að óþarft sé að hækka frekar. Markaðurinn/GVAIngólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segist hins vegar telja að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum þótt líkur á hækkun hafi vissulega aukist með nýjum hagtölum, svo sem um verðbólgu og hagvöxt. „Þótt þær bendi til meiri verðbólguþrýstings en fyrri spár og tölur gerðu ráð fyrir þá kemur á móti það sem er að gerast í alþjóðamálum. Við sjáum hægari hagvöxt í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu og svo vega líka á móti til næstu mánaða eignaverðsáhrifin af lausafjárþurrðinni sem er í gangi og þróun í útlánum bankanna.“ Þá segist Ingólfur þeirrar skoðunar að Seðlabankinn sé á réttri leið. „Síðast sagði ég að þeir ættu að hækka vexti, sem þeir og gerðu. Núna held ég þeir ættu að halda vöxtum óbreyttum,“ segir hann og telur að þegar litið sé fram á næsta og þarnæsta ár sé fyrirséð að verðbólguþrýstingur muni hjaðna. „Kannski ekki hratt, en ætti samt að hjaðna, samhliða því að vöxtum verði haldið óbreyttum. Samkvæmt okkar spá ætti bankinn að ná verðbólgumarkmiði eftir tvö ár miðað við núverandi vaxtastig og svo heldur hægari lækkun en þeirra vaxtaferill gerði ráð fyrir síðast.“Í svipaðan streng tekur Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. „Ég held að Seðlabankinn muni ekki hækka vexti og það á hann heldur ekki að gera,“ segir hann spurður álits á væntanlegri ákvörðun Seðlabankans á aukaákvörðunardegi stýrivaxta. Um leið segir Ásgeir ekki alveg komið að því að bankinn geti hafið lækkunarferli stýrivaxta. „Horfur í efnahagslífinu eru nú að snúast mjög hratt,“ segir hann og vísar til þrenginga á lausafjármörkuðum úti í hinum stóra heimi. „Ég held að bankinn væri að taka of mikla áhættu ef hann ætlaði að hækka vexti núna.“ Þá bendir Ásgeir líka á að hér hafi verið öflug viðbrögð við síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. „Hún kom strax fram með kröftugum hætti í hækkun útlánavaxta bankanna. Þar fyrir utan hefur hlutabréfaverð fallið mikið að undanförnu og vísbendingar um mikla kólnun á fasteignamarkaði.“Kæmi til vaxtahækkunar nú segir Ásgeir að gengi krónunnar myndi líklega styrkjast eitthvað. „Og krafan myndi hækka ennþá meira á skuldabréfamarkaði, en ég veit svo sem ekki með önnur bein áhrif. Í sjálfu sér munar kannski ekki svo um einhverja 25 punkta þegar vextir eru komnir þetta hátt á annað borð. Það sem skiptir mestu núna eru horfurnar á næsta ári og hve hratt vaxtalækkunarferlið getur átt sér stað. En því lengur sem lausafjárþurrðin ytra varir, þeim mun meiri líkur eru á kólnun hagkerfisins og hraðari lækkunum.“ Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Stýrivextir munu standa í sléttum fjórtán prósentum taki Seðlabanki Íslands ákvörðun um 0,25 prósentustiga vaxtahækkun á aukavaxtaákvörðunardegi bankans á morgun. Slík hækkun væri raunar í takt við þann vaxtaferil sem Seðlabankinn hefur kynnt í efnahagsriti sínu Peningamálum og þá skoðun sem lýst var á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans 1. nóvember síðastliðinn, að yrði hagþróun hér ekki hagfelld gæti komið til þess að vextir hækkuðu enn frekar. Á þeim fundi kynnti bankinn 0,45 prósentustiga hækkun stýrivaxta, upp í 13,75 prósent. Þar áður voru stýrivextir Seðlabankans síðast hækkaðir í desember í fyrra. Í Peningamálum, efnahagsriti Seðlabankans sem út kom samhliða síðustu stýrivaxtaákvörðun, var birt sú þjóðhags- og verðbólguspá sem lá til grundvallar vaxtaákvörðun bankans. Þar er spáð tæplega 1,0 prósents hagvexti á þessu ári, 0,4 prósentum á því næsta og 2,0 prósenta samdrætti í vergri landsframleiðslu árið 2009. Síðasta fimmtudag birti Hagstofa Íslands tölur um hagvöxt sem virðist stefna í að verða töluvert meiri á þessu ári en Seðlabankinn reiknaði með í spá sinni. Á fyrstu níu mánuðum ársins mældist hagvöxtur hér 2,7 prósent.neikvæðari Áhrif en efni standa tilFrá fundi viðskiptaráðs um stýrivexti Vaxtastefna Seðlabankans var til umræðu á fundi Viðskiptaráðs Íslands eftir vaxtaákvörðun Seðlabankans í byrjun nóvember. Hér má sjá Arnór Sighvatsson aðalhagfræðing Seðlabankans, Ásgeir Jónsson frá Kaupþingi, Ingólf Bender frá Glitni og Björn Rúnar Guðmundsson frá Landsbankanum. Markaðurinn/AntonÓlafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir ljóst að með vaxtalækkunum seðlabanka austanhafs og vestan hafi vaxtamunur milli Íslands og umheimsins aukist. „Það að halda vöxtum óbreyttum jafngildir þess vegna vaxtahækkun, í ljósi þess að vextir hafa lækkað í umheiminum,“ segir hann og bætir við að vegna þessa þyrfti Seðlabankinn líklega að lækka vexti um 25 punkta til þess eins að viðhalda óbreyttum vaxtamun. „Því auðvitað gildir vaxtamunurinn í þessum efnum og ljóst að vextirnir eru komnir í þær ofurhæðir að ekki breytir öllu um atferli manna hvort þeir eru 25 punktum hærri eða lægri.“ Ólafur segir að ákvörðun um stýrivexti hljóti að taka mið af hinu viðkvæma markaðsástandi sem nú ríkir og um leið þeirri staðreynd að seðlabankar í umheiminum leitist nú við að afstýra niðursveiflu. Greiningardeild Landsbanka Íslands metur hins vegar stöðuna svo að allar líkur séu á að Seðlabankinn hækki stýrivexti á morgun. Bankinn spáir 25 punkta hækkun.Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir mat greiningardeildarinnar að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti á morgun. Sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að bankinn ætti ekki að hækka vexti.„Vaxtahækkun yrði í takt við það sem bankinn hefur sagt um þörf á meira aðhaldi vegna vísbendinga um efnahagslega þenslu,“ segir Björn Rúnar og bætir við að millitölur Hagstofunnar um hagvöxt hafi ýtt fremur undir slíka túlkun á þróun hagstærða. „Við erum með hagvöxt upp á 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi og ákveðinn stíganda í hagkerfinu innan ársins. Það sama má svo segja um einkaneyslu, sem er ein meginvísbendingin um eftirspurnina.“ Björn Rúnar segir líka að fjárfesting hafi dregist minna saman en reiknað hafi verið með og þótt fram undan væri frekari samdráttur í fjárfestingu túlki bankinn trúlega stíganda í hagvexti og einkaneyslu sem merki um of mikla þenslu. „Svo má auðvitað segja að vinnumarkaður sé áfram á fullu blússi, atvinnuleysi er enn mjög lágt, eða 0,8 prósent, og ber því allt að sama brunni hvað þetta varðar,“ segir hann og telur að Seðlabankinn vilji koma á framfæri ákveðnum skilaboðum um að frekara aðhalds sé þörf með 25 prósentustiga hækkun stýrivaxta. „En á móti kemur náttúrlega þessi órói á alþjóðamörkuðum og sú staðreynd að erlendir seðlabankar hafa verið að lækka, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það eykur auðvitað aðhaldið í einhverjum skilningi.“Björn Rúnar segist hins vegar sjálfur telja vaxtahækkun misráðna, hún sé aðgerð sem fresti vandanum fremur en leysi hann. „Ég held að samdráttur á fasteignamarkaði sé rétt handan við hornið og 25 punkta hækkun á stýrivöxtum til eða frá breyti engu þar um. Síðan held ég að þessi hliðaráhrif sem háir stýrivextir hafa á gengi krónunnar séu neikvæð þegar upp er staðið. Þau halda uppi of mikilli eftirspurn eftir innflutningi og búa í haginn fyrir gengisfellingu síðar,“ segir Björn Rúnar og kveðst telja að lækkun vaxta væri að mörgu leyti gáfulegri aðgerð að þessu sinni.Verðbólgumarkmið í augsýnÓlafur Ísleifsson Ólafur, sem er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og einn af helstu efnahagssérfræðingum þjóðarinnar, segir stýrivexti hér svo háa að óþarft sé að hækka frekar. Markaðurinn/GVAIngólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segist hins vegar telja að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum þótt líkur á hækkun hafi vissulega aukist með nýjum hagtölum, svo sem um verðbólgu og hagvöxt. „Þótt þær bendi til meiri verðbólguþrýstings en fyrri spár og tölur gerðu ráð fyrir þá kemur á móti það sem er að gerast í alþjóðamálum. Við sjáum hægari hagvöxt í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu og svo vega líka á móti til næstu mánaða eignaverðsáhrifin af lausafjárþurrðinni sem er í gangi og þróun í útlánum bankanna.“ Þá segist Ingólfur þeirrar skoðunar að Seðlabankinn sé á réttri leið. „Síðast sagði ég að þeir ættu að hækka vexti, sem þeir og gerðu. Núna held ég þeir ættu að halda vöxtum óbreyttum,“ segir hann og telur að þegar litið sé fram á næsta og þarnæsta ár sé fyrirséð að verðbólguþrýstingur muni hjaðna. „Kannski ekki hratt, en ætti samt að hjaðna, samhliða því að vöxtum verði haldið óbreyttum. Samkvæmt okkar spá ætti bankinn að ná verðbólgumarkmiði eftir tvö ár miðað við núverandi vaxtastig og svo heldur hægari lækkun en þeirra vaxtaferill gerði ráð fyrir síðast.“Í svipaðan streng tekur Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. „Ég held að Seðlabankinn muni ekki hækka vexti og það á hann heldur ekki að gera,“ segir hann spurður álits á væntanlegri ákvörðun Seðlabankans á aukaákvörðunardegi stýrivaxta. Um leið segir Ásgeir ekki alveg komið að því að bankinn geti hafið lækkunarferli stýrivaxta. „Horfur í efnahagslífinu eru nú að snúast mjög hratt,“ segir hann og vísar til þrenginga á lausafjármörkuðum úti í hinum stóra heimi. „Ég held að bankinn væri að taka of mikla áhættu ef hann ætlaði að hækka vexti núna.“ Þá bendir Ásgeir líka á að hér hafi verið öflug viðbrögð við síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. „Hún kom strax fram með kröftugum hætti í hækkun útlánavaxta bankanna. Þar fyrir utan hefur hlutabréfaverð fallið mikið að undanförnu og vísbendingar um mikla kólnun á fasteignamarkaði.“Kæmi til vaxtahækkunar nú segir Ásgeir að gengi krónunnar myndi líklega styrkjast eitthvað. „Og krafan myndi hækka ennþá meira á skuldabréfamarkaði, en ég veit svo sem ekki með önnur bein áhrif. Í sjálfu sér munar kannski ekki svo um einhverja 25 punkta þegar vextir eru komnir þetta hátt á annað borð. Það sem skiptir mestu núna eru horfurnar á næsta ári og hve hratt vaxtalækkunarferlið getur átt sér stað. En því lengur sem lausafjárþurrðin ytra varir, þeim mun meiri líkur eru á kólnun hagkerfisins og hraðari lækkunum.“
Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira