Erlent

13 láta lífið í átökum við lögreglu í Rio

Óeirðalögreglumaður sést hér bíða átekta í fátækrahverfinu í gærkvöldi.
Óeirðalögreglumaður sést hér bíða átekta í fátækrahverfinu í gærkvöldi. MYND/AFP

Lögreglan í Rio de Janeiro í Brasilíu skaut 13 glæpamenn til bana í hörðum skotbardaga í gærkvöldi. Bardaginn átti sér stað í fátækrahverfi í borginni en fleiri en 1.300 lögreglumenn, studdir af brynvörðum bílum, réðust inn í hverfið.

Glæpamenn í hverfinu börðust hatrammlega gegn lögreglunni og beittu jafnvel handsprengjum gegn þeim. Tilgangurinn með áhlaupinu var að reyna að handataka eiturlyfjasala og leggja hendur á ólögleg vopn. Einnig að hreinsa til í borginni fyrir Ameríkuleikana sem þar fara fram eftir rúman mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×