Federer í þriðju umferð

Tenniskappinn Roger Federer var ekki nema 11 mínútur að tryggja sér sæti í þriðju umferð Wimbledon mótsins í tennis í dag þegar hann spilaði afganginn af leik sínum við Argentínumanninn Martin del Potro. Leiknum var frestað í gær vegna rigningar en Federer vann sinn 50. leik á grasi með 6-2, 7-5 og 6-1 sigri.