Erlent

Fimm klappstýrur létust í bílslysi

MYND/AP

Fimm stúlkur úr klappstýruliði bandaríska menntaskólans Fairport létust á þriðjudag eftir árekstur við vörubíl nærri Rochester. Stúlkurnar voru á leið heim úr helgarferðalagi ásamt fjórum öðrum úr klappstýruliðinu sem keyrðu í bíl fyrir aftan þær.

Stúlkurnar í aftari bílnum urðu vitni að því þegar bíll stúlknanna sem létust fór yfir á vitlausan vegarhelming og mætti vörubíl. Bíll stúlknanna kramdist undir vörubílnum og þær létust samstundis. Vörubílstjórinn slapp ómeiddur.

Í heimabæ stúlknanna, Erie Canal, ríkir nú mikil sorg og var samkoma fyrir aðstandendur haldin fyrir utan skóla þeirra í gær. Klappstýrulið stúlknanna var framsækið í Bandaríkjunum og höfðu þær nýlega unnið opna bandaríska meistaramót klappstýra. Stúlkurnar voru allar á aldrinum 17-18 ára og höfðu nýlokið menntaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×