Erlent

Portúgalska lögreglan leitar í kirkjugarði

Kate og Gerry McCann fyrir utan kirkjuna í Praia da Luz.
Kate og Gerry McCann fyrir utan kirkjuna í Praia da Luz. MYND/AFP
Portúgalska lögreglan hefur leitað í kirkjunni sem McCann hjónin sóttu til að biðja fyrir að Madeleine kæmi aftur eftir að hún hvarf í Portúgal. Lögreglan leitaði einnig í kirkjugarðinum og yfirheyrði prestinn sem McCann hjónin leituðu til eftir að dóttir þeirra hvarf.

Séra Jose Pacheco lét Kate og Gerry fá lykla að kirkjunni svo þau gætu komið til bæna þegar þeim hentaði. Hann hefur síðan sagt að honum hafi fundist hann svikinn af hjónunum.

Þrátt fyrir fullyrðingar leynilögreglumanna sem McCann hjónin réðu um að Madeleine hafi verið rænt, trúa lögreglumenn því enn að hún hafi látist í slysi í sumarleyfisíbúðinni í Praia da Luz. Þeir telja að heimilislæknirinn Kate og hjartalæknirinn Gerry hafi losað sig við líkið til að breiða yfir vanrækslu sína eftir að skilja börnin eftir þegar þau fóru út að borða með vinum sínum á tapas bar.

Breska blaðið Daily Star greindi frá því að lögreglan héldi að líkið hefði verið falið í kirkjunni nálægt íbúðinni í Praia da Luz. Þar til nú hefur ekki verið leitað þar af ótta við að koma kirkjugestum í uppnám.

Paulo Rebelo sem tók við rannsókn málsins fyrir skemmstu tók ákvörðun um leitina. Hann fékk sérstakt leyfi kaþólskra leiðtoga fyrir að leitarteymi lögreglunnar leitaði í krikjunni og kirkjugarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×