Kona getur ekki verið herra og karl ekki frú 20. nóvember 2007 21:36 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að undibúa stjórnarskrárbreytingu og breytingu lögum til þess að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Jafnframt sé nauðsynleg að lagafrumvörp verði lögð fram hið fyrsta. Í greinargerð með tillögunni er ekki stungið upp á nýju orði í stað ráðherra en Steinunn Valdís bendir á að leita mætti eftir tillögum hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá kæmi vel til greina að auglýsa samkeppni um verðugt orð yfir embættin sem konur hljóti að gegna í æ ríkari mæli á komandi árum. Í geinargerðinni er enn fremur bent á að karlar hafi haslað sér völl í hefðbundnum kvennastéttum og þar hafi starfsheitum verið breytt. Þannig hafi hjúkrunarkonur orðið hjúkrunafræðingar og fóstrur leikskólakennarar. Um eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hafi verið að ræða. Það sé því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eigi ekki að vera eyrnamerkt körlum. Steinunn Valdís telur að það særi ekki málkennd manna þótt konur séu forsetar, kennarar eða forstjórar en öðru máli gegnir um orðið herra. ,,Það stríðir ekki einungis gegn málvitund okkar að kona sé herra, heldur er það merkingarlega útilokað að kona sé herra á sama hátt og karl getur ekki verið frú," segir í greinargerð með tillögu Steinunnar. Það sé því mikið réttlætismál að þessum starfsheitum verði breytt. Sömu rök eigi við um stöðuheitin sendiherra og skipherra sem væntanlega séu einnig formlega opin fyrir konur. Steinunn Valdís bendir á að í stjórnarskránni sé talað um ráðherra. ,,Þar sem um brýnt mál er að ræða þarf að athuga hvort hægt sé að breyta starfsheitinu strax á þessu þingi með nauðsynlegum lagabreytingum þó að breytingarnar á stjórnarskránni taki gildi síðar," segir enn fremur í greinargerð þingkonunnar. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að undibúa stjórnarskrárbreytingu og breytingu lögum til þess að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Jafnframt sé nauðsynleg að lagafrumvörp verði lögð fram hið fyrsta. Í greinargerð með tillögunni er ekki stungið upp á nýju orði í stað ráðherra en Steinunn Valdís bendir á að leita mætti eftir tillögum hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá kæmi vel til greina að auglýsa samkeppni um verðugt orð yfir embættin sem konur hljóti að gegna í æ ríkari mæli á komandi árum. Í geinargerðinni er enn fremur bent á að karlar hafi haslað sér völl í hefðbundnum kvennastéttum og þar hafi starfsheitum verið breytt. Þannig hafi hjúkrunarkonur orðið hjúkrunafræðingar og fóstrur leikskólakennarar. Um eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hafi verið að ræða. Það sé því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eigi ekki að vera eyrnamerkt körlum. Steinunn Valdís telur að það særi ekki málkennd manna þótt konur séu forsetar, kennarar eða forstjórar en öðru máli gegnir um orðið herra. ,,Það stríðir ekki einungis gegn málvitund okkar að kona sé herra, heldur er það merkingarlega útilokað að kona sé herra á sama hátt og karl getur ekki verið frú," segir í greinargerð með tillögu Steinunnar. Það sé því mikið réttlætismál að þessum starfsheitum verði breytt. Sömu rök eigi við um stöðuheitin sendiherra og skipherra sem væntanlega séu einnig formlega opin fyrir konur. Steinunn Valdís bendir á að í stjórnarskránni sé talað um ráðherra. ,,Þar sem um brýnt mál er að ræða þarf að athuga hvort hægt sé að breyta starfsheitinu strax á þessu þingi með nauðsynlegum lagabreytingum þó að breytingarnar á stjórnarskránni taki gildi síðar," segir enn fremur í greinargerð þingkonunnar.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira