Með þeim á fundinum var einnig, samkvæmt heimildum Vísis, Skarphéðinn Berg Steinarsson. Hann er fyrrverandi stjórnarformaður FL Group og núverandi forstjóri fasteignafélagsins Landic Property. Heimildir Vísis herma að á þessum fundi hafi verið ákveðið hvort Hannes Smárason haldi áfram sem forstjóri FL Group eða hætti.
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hyggst Baugur koma með nýtt hlutafé að verðmæti tæplega 60 milljarðar inn í FL Group á næstunni.
Sú hlutafjáraukning mun verða til í formi hlutar 55,3 prósenta hlutar í Landic Property sem Baugur og eignarhaldsfélag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiginkonu Jóns Ásgeirs eiga.
Sá hlutur er samkvæmt heimildum Vísis metinn á rétt tæpa 60 milljarða króna.
Klukkan tíu hefst stjórnarfundur í FL Group í höfuðstöðvum félagsins í Síðumúla þar sem hlutirnir munu að öllum líkindum skýrast.