NBA í nótt: New York hristi af sér slyðruorðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2007 12:09 Leikmenn New York fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92 NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92
NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum