Innlent

Éljagangur og ófærð

Það er best að aka varlega um landið í dag. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en annars eru vegir víðast auðir á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er autt í Borgarfirði og á Mýrum en sumstaðar hálka eða hálkublettir í Dölunum og á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er víða éljagangur og skafrenningur en ekki fyrirstaða á helstu leiðum. Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði eru ófærar.

Um vestanvert Norðurland er víða autt en éljagangur og hálka eftir því sem austar dregur.

Hálka eða snjóþekja er víða um allt austanvert landið. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.

Vegagerðin minnir vegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega er fólk beðið fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Vegfarendur eru beðnir að virða hraðatakmarkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×