Fótbolti

Emil fór meiddur af velli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil í leik með Reggina gegn Fiorentina um síðustu helgi.
Emil í leik með Reggina gegn Fiorentina um síðustu helgi. Nordic Photos / AFP

Emil Hallfreðsson þurfti að fara út af í hálfleik leiks Sampdoria og Reggina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Sampdoria vann leikinn, 3-0.

Emil sagði í samtali við fótbolta.net að hann hefði fengið þungt högg á lærið og gat hann ekki stigið í löppina. Hann býst þó við að hann jafni sig fljótt.

Claudio Bellucci skoraði tvívegis fyrir Sampdoria og Paolo Sammarco einu sinni.

Þá gerðu AC Milan og Juventus markalaust jafntefli í stórleik dagsins í ítalska boltanum.

Inter er enn á toppi deildarinnar með 28 stig eftir tólf leiki en Juventus er með 26 stig eftir fjórtán leiki. Sampdoria er í sjötta sæti með tuttugu stig, AC Milan í því sjöunda með átján stig og Reggina í sautjánda sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×