Erlent

Bannað að vera á brjóstunum

Óli Tynes skrifar
Engann ósóma takk.
Engann ósóma takk.

Sænskar konur verða að sætta sig við að vera í baðfötum sem hylgja brjóst þeirra þegar þær fara í almennings sundlaugar. Það er niðurstaða umboðsmanns jafnréttisnefndarinnar.

Málið hófst þegar tvær ungar konur fóru berar að ofan í sundlaug. Þær voru reknar uppúr og kærðu til jafnréttisnefndar.

Í kjölfarið spruttu upp óformleg samtök sem kölluð voru Ber brjóst. Konur í samtökunum tóku upp á því að mæta berar að ofan í sundlaugar. En nú hefur nefndin kveðið upp sinn úrskurð.

Anne-Marie Bergström, umboðsmaður segir; "Það er munur á efri hluta líkama karla og kvenna. Það er líka stór munur á því hvernig almenningur lítur á líkama karla og kvenna. Það er því erfitt fyrir kærendurna að bera stöðu sína saman við stöðu karlmanna sem baða sig berir að ofan."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×