Erlent

Breska strandgæslan leitar svara

Tveggja ára barn sem fannst fljótandi undan suðurströnd Englands í gærkvöldi er látið. Ekki hefur verið skýrt frá nafni þess. Barnið fannst um 400 metra frá tómum Zodiac bát, rúma mílu frá Littlehampton í Vestur Sussex. Það var í björgunarvesti. Veður var gott á þessum slóðum og rólegt var í sjóinn. Engu að síður er sjórinn ennþá verulega kaldur á þessum árstíma og lét barnið því lífið.

Strandgæslan breska segist ekkert vita hvað gerðist eða hvers vegna barnið hafi verið í sjónum. Í bátnum sem fannst á sama svæði voru persónulegir munir og ljóst er að barnið var í honum ásamt 50 ára karlmanni. Leit að honum stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×