Innlent

Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra

Hanna Katrín Friðriksson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
Hanna Katrín Friðriksson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar MYND/Vísir

Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis.

Hanna Katrín hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Eimskips, sem framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík og sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá hefur hún sinnt ráðgjöf á sviði stefnumótunar og breytingastjórnunar, auk kennslu í Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.

Þá hefur Gréta Ingþórsdóttir verið ráðin aðstoðarmaður Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Gréta er fædd í Reykjavík 1966.

Hún hefur verið framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna í tæp átta ár. Hún var útgáfustjóri aðalnámskrár í menntamálaráðuneytinu 1998-1999 og þar áður blaðamaður á Morgunblaðinu. Hún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, með BA-próf í þýsku frá Háskóla Íslands og hefur verið í meistaranámi í hagnýtum hagvísindum við Háskólann á Bifröst.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×