Innlent

Árni Helgason ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna

MYND/Sjálfstæðisflokkur

Árni Helgason, laganemi við Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Árni lauk BA- gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Hann er varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku.

Árni starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu samhliða námi frá 2003 til 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×