Erlent

Aurskriða verður 79 manns að bana

Aron Örn Þórarinsson skrifar
AFP

Að minnsta kosti 79 manns hafa látið lífið í bænum Chittagong í Bangladesh eftir að aurskriða féll á bæinn. Margra er enn saknað og björgunarsveitarmenn hafa unnið dag og nótt í von um að finna fólk á lífi.

Aurskriðan féll á sunnudagsmorgun eftir að úrhellisrigning hafi verið á svæðinu. Veðurfræðingar í Bangladesh búast við áframhaldandi rigningu næstu daga.

"Heimili eftir heimili hafa grafist undir fleiri tonnum af leðju, og við höfum ekki enn getað leitað á ákveðnum svæðum þar sem vitað er um að fólk hafi verið," sagði slökkviliðsstjórinn Rashedul Islam við AFP fréttastofuna.

Búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem líður á leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×