Viðskipti erlent

MAN hætt við yfirtöku á Scania

Flutningabíll frá Scania
Flutningabíll frá Scania
Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania.

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen á ráðandi hlut í báðum fyrirtækjum, 18,7 prósent í Scania og 15 prósent í MAN. Stjórn þess mun því vera meira fylgjandi því að fyrirtækin starfi saman heldur en að annað þeirra kaupi hitt, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC.

Verði af samruna fyrirtækjanna er ljóst að til verður stærsta vörubílaframleiðandi í heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×