Erlent

Forseti Ísraels í launalaust leyfi

Forsetinn Moshe Katsav og kona hans Gila heilsa upp á kvenhermann í október 2006.
Forsetinn Moshe Katsav og kona hans Gila heilsa upp á kvenhermann í október 2006. MYND/AP

Moshe Katsav forseti Ísraels tilkynnti ísraelska þinginu í dag að hann myndi taka launalaust leyfi. Forseta þingsins var tilkynnt um ákvörðunina eftir að saksóknarar tilkynntu að þeir ætluðu að ákæra Katsav fyrir nauðgun og röð annarra kynferðisglæpa.

Þetta kom fram á sjónvarpsstöðinni Channel Two, en þar kom einnig fram að aukinn þrýstingur hefði verið frá löggjafaþinginu að forsetinn segði af sér. Samkvæmt Ísraelskum lögum er ekki hægt að rétta yfir sitjandi forseta en Katsav mun fá tækifæri til að bera af sér sakir áður en ákæran er birt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×