Erlent

Edinborgarflugvöllur opnaður á ný

Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg hefur nú opnað að nýju eftir að flugvellinum var lokað af ótta við að sprengja leyndist í óþekktum poka í innritunarsal. Flugvöllurinn var rýmdur um tíma í dag og voru farþegar og starfsmenn fluttir á Hilton hótelið á flugvellinum. Starfsemin er nú komin í eðlilegt horf en búist er við einhverjum seinkunum á brottförum fram eftir degi.

Yfirvöld í Bretlandi telja hættu á hryðjuverkum verulega og er viðbúnarstig á næst hæsta stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×