Erlent

Katsav lætur tímabundið af störfum

Moshe Katsav berst fyrir pólitísku lífi sínu um þessar mundir.
Moshe Katsav berst fyrir pólitísku lífi sínu um þessar mundir. MYND/AP

Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur óskað eftir því að fá leyfi frá störfum eftir að greint var frá því að hann yrði að öllum líkindum ákærður fyrir nauðgun og aðra kynferðisglæpi gegn fjórum konum.

Þingmenn úr öllum flokkum á ísraelska þinginu Knesset hafa skorað á Katsav að segja af sér embætti. Forsetinn nýtur friðhelgi en þingið getur svipt hann henni, sýnist því svo. Á blaðamannafundi sem Katsav hélt nú síðdegis hélt hann fram sakleysi sínu en sagðist þó myndu segja af sér ef hann yrði sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×