Erlent

Fornaldarhákarl gægist upp úr djúpinu

Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af sannkölluðum kynjafiski sem þróunarsagan er sögð hafa sneitt að mestu framhjá. Kvikindið kallast kragaháfur og fannst í höfninni í Awashima, nærri Tókýó. Þessi fornaldarhákarl er afar sjaldan festur á filmu enda eru heimkynni hans á ríflega þúsund metra dýpi. Hann skartar 300 flugbeittum tönnum og getur orðið allt að tveggja metra langur. Þessum kragaháfi varð hins vegar ekki langra lífdaga auðið því hann drapst skömmu eftir að komið var með hann í sædýrasafn Awashima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×