Erlent

Olmert vill Katsav úr embætti

Það er af sem áður var. Olmert (t.v.) sést hér taka í hönd Katsav (t.h.) þegar allt lék í lyndi.
Það er af sem áður var. Olmert (t.v.) sést hér taka í hönd Katsav (t.h.) þegar allt lék í lyndi. MYND/AP

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að forseti landsins, Moshe Katsav, ætti að segja af sér vegna nauðgunarásakana sem hafa verið settar fram gegn honum.

Olmert vísaði í orð saksóknara, sem hótaði að ákæra Katsav, og sagði „Ég er þess fullviss að forsetinn getur ekki sinnt skyldum sínum áfram og að hann verði að yfirgefa embætti sitt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×