Erlent

Þingið á móti fjölgun hermanna

MYND/AP

Utanríkismálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag harðorða tillögu gegn fjölgun hermanna í Írak. Í nefndinni sitja bæði fulltrúar demókrata og repúblikana og því er samþykkt hennar mikið áfall fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna.

Hann tilkynnti nýlega um fjöldun hermanna í Írak um allt að 21.500 manns. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram í öldungadeildinni næstu viku. Þó að tillagan sé harðorð er hún ekki bindandi en þingmenn vonast til þess að hún eigi eftir að fá Bush til þess að hugsa sig tvisvar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×