Erlent

Grískur hópur lýsir yfir ábyrgð

MYND/AFP

Grískur vinstrisinnaður hryðjuverkahópur hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á bandaríska sendiráðið í Aþenu, höfuðborg Grikklands, sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Hópurinn hótaði jafnframt fleiri árásum gegn stjórnmálamönnum og mikilvægum byggingum en frá þessu skýrði dagblað í Grikklandi í dag.

Hryðjuverkahópurinn, sem hefur gert árásir á ráðherra og mikilvægar byggingar undanfarin fjögur ár, er nú orðinn ein mesta hætta innanlands síðan að forvígismenn hryðjuverkahópsins 17. nóvember voru handteknir árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×