Erlent

Conte gefur eftir

Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur samþykkt að tilnefna nýjan forsætisráðherra til þess að koma til móts við kröfur stéttarfélaga í landinu. Stéttarfélögin standa nú fyrir verkföllum sem hafa lamað nær alla starfsemi í landinu undanfarnar tvær vikur.

„Hann er tilbúinn til þess að hlusta á fólkið. Hann hefur meira að segja samþykkt að, ef fólkið vill, settur verði nýr forsætisráðherra.“ sagði Etienne Leno, einn af trúarleiðtogum landsins sem funduðu með Conte í dag. „Núna þurfum við bara að finna trúverðugan kandídat.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×