Erlent

Bandaríkin að veita Líbanon lán

Enn gengur ekkert að byggja upp innviði Líbanons en vonir standa til að það eigi eftir að breytast með lánveitingunni.
Enn gengur ekkert að byggja upp innviði Líbanons en vonir standa til að það eigi eftir að breytast með lánveitingunni. MYND/AP

Bandaríkin hétu því í dag að veita Líbanon 770 milljón dollara lán, eða um 53 milljarða íslenskra króna, til þess að styrkja við stjórn Foud Siniora í baráttu hans við stjórnarandstöðu Hezbollah. Þetta staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar í dag.

„Forsetinn mun biðja þingið um 770 milljónir dollara til þess að styðja við stjórnvöld í Líbanon." sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við fréttamenn í dag áður en hún flaug til Parísar á fund með alþjóðlegum lánadrottnum sem ætla sér að safna milljörðum fyrir Líbanon.

Peningum á einnig að verja í uppbyggingu í Líbanon en svæðið er enn í rústum eftir stríðið milli Ísraels og Líbanon í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×