Viðskipti erlent

Verðbólga lækkar í Danmörku

Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðasta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Verðlækkanir á raftækjum, ekki síst einkatölvum sem hafa lækkað um 11,6 prósent síðastliðna tólf mánuði, leiða lækkunina nú. Á móti hækkaði verð á matvælum og drykkjum um 5,2 prósent.

Danska dagblaðið Börsen hefur eftir Anders Matzen, forstöðumanni greiningardeildar Nordea-bankans, verð á raftækjum hafi að sama skapi lækkað nokkuð á milli mánaða í apríl. Séu verðlækkanirnar afleiðingar vætu í Skandinavíu í vetur.

Börsen bendir á að samræmd vísitala neysluverðs á evrusvæðinu hafi lækkað jafnmikið og í Danmörku en þar mælist sömuleiðis 1,7 prósenta verðbólga. Danir að gerast aðilar að myntbandalagi Evrópusambandsins, að mati blaðsins. Þótt Danir séu ekki í myntbandalagi Evrópusambandsins er danska krónan fasttengd gengi evrunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×