Fiskistofa rannsakar játningar um svindl 10. maí 2007 19:41 Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn. Við greindum í gær frá játningum á á netinu frá fyrrverandi framkvæmdastjóra útgeðrar- og fiskvinnslufyrirtækis á Vestfjörðum sem sagðist meðal annars hafa með skipulegum hætti svikið 2-300 þorsktonn útúr kvótakerfinu á ári. Sagði hann að allir kollegar hans á Vestfjörðum hefðu gert hið sama. Dró í raun þá ályktun að um landið allt næmi svindlið - bara með vigtarsvikum - 25-30 þúsund tonnum á ári. Fiskistofa mun kanna hvort maðurinn verður lögsóttur og segir Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri að athugað verði hvort brot mannsins séu fyrnd. Þórður leggur ekki trúnað á þær stærðir sem vitnað var um í svikum og stendur við þau orð sín að heildarsvindl í kerfinu nemi í versta falli fáeinum þúsundum tonna. Forysta útgeðrarmanna telur sig ekki geta lagt mat á umfang brota en vill bæta eftirlit Fiskistofu. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ telur að eftirlitið geti verið markvissara. Aðspurður tók hann sem dæmi að eftirlit ætti fremur að beinast gegn kvótalausum útgerðum en öðrum enda hefði það sýnt sig að brotalömin væri helst þar. Hann gagnrýnir menn sem alhæfa um stórfelld brot sem allir taki þátt í. Það sé ótækt að stimpla alla í útgerð sem afbrotamenn. Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn. Við greindum í gær frá játningum á á netinu frá fyrrverandi framkvæmdastjóra útgeðrar- og fiskvinnslufyrirtækis á Vestfjörðum sem sagðist meðal annars hafa með skipulegum hætti svikið 2-300 þorsktonn útúr kvótakerfinu á ári. Sagði hann að allir kollegar hans á Vestfjörðum hefðu gert hið sama. Dró í raun þá ályktun að um landið allt næmi svindlið - bara með vigtarsvikum - 25-30 þúsund tonnum á ári. Fiskistofa mun kanna hvort maðurinn verður lögsóttur og segir Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri að athugað verði hvort brot mannsins séu fyrnd. Þórður leggur ekki trúnað á þær stærðir sem vitnað var um í svikum og stendur við þau orð sín að heildarsvindl í kerfinu nemi í versta falli fáeinum þúsundum tonna. Forysta útgeðrarmanna telur sig ekki geta lagt mat á umfang brota en vill bæta eftirlit Fiskistofu. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ telur að eftirlitið geti verið markvissara. Aðspurður tók hann sem dæmi að eftirlit ætti fremur að beinast gegn kvótalausum útgerðum en öðrum enda hefði það sýnt sig að brotalömin væri helst þar. Hann gagnrýnir menn sem alhæfa um stórfelld brot sem allir taki þátt í. Það sé ótækt að stimpla alla í útgerð sem afbrotamenn.
Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira