Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn 10. maí 2007 19:34 Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað. Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus." Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur. Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi: "Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni." Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað. Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 til 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára "Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði. Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn til hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist. Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði: ".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus." Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur. Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi: "Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni."
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira