Forstjóri OR leyfði kaup Bjarna í REI 6. október 2007 06:30 Allir vildu kaupa hlut í REI en aðeins útvaldir fengu það. Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. Frumkvæðið að aðkomu Bjarna að Reykjavík Energy Invest (REI) hafði Haukur Leósson, stjórnarmaður í félaginu og stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hluthafafundur sem var haldinn í REI áður en Bjarni Ármannsson keypti hlut í fyrirtækinu. Hluthafi í fyrirtækinu var þá einn aðili, Orkuveita Reykjavíkur, og handhafi þess hlutar var starfandi forstjóri Orkuveitunnar, Hjörleifur B. Kvaran. Í þáverandi stjórn REI voru Björn Ársæll Pétursson stjórnarformaður, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson. Stjórnarmenn REI voru áheyrnarfulltrúar á hluthafafundinum. Haukur Leósson segir að hann hafi leitað til Bjarna um að taka að sér starfið. „Ég hringdi í hann og bað hann að hitta mig. Ég sagði honum að okkur vantaði nýjan stjórnarformann og hann hugsaði málið í rúma viku og sló svo til." Haukur kynnti fyrirtækið fyrir Bjarna og þeir sömdu um laun hans. Haukur segir að honum finnist þau mjög sanngjörn. Borgarstjóri var síðan upplýstur um það sem fór þeim á milli en Björn Ingi Hrafnsson, annar stjórnarmaður í REI, var upplýstur um þetta „löngu seinna," segir Haukur. Um sérkjör nokkurra starfsmanna Orkuveitunnar segir Haukur að þeir hafi fengið þau því þeir hafi átt að fara til starfa hjá REI. Fleiri starfsmenn áttu þó upphaflega að fá að kaupa hlut. Spurður hvers vegna til dæmis upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, hafi átt að fá heimild til kaupa, segir Haukur: „[Fyrirtækin] voru svo samtvinnuð þangað til núna." Upplýsingafulltrúinn hafi einfaldlega sóst eftir kaupunum, „enda sjá allir hvað þetta er flott fyrirtæki". Hjörleifur B. Kvaran sóttist einnig eftir því að fá að kaupa hluti í REI. „En okkur fannst ekki rétt að stjórnendur Orkuveitunnar eða stjórnarmenn REI ættu hlut í fyrirtækinu, það væru of náin tengsl," segir Haukur. Haukur segir að fyrsti fundur nýrrar stjórnar REI verði í næstu viku. Þegar hafi verið ákveðið að Bjarni Ármannsson verði stjórnarformaður í nýrri stjórn, Orkuveitan fái tvo stjórnarmenn og nýir hluthafar, FL-Group og Atorka, fái tvo. Að sögn Hauks er ekki búið að ákveða hverjir verða stjórnarmenn. Ekki náðist í Hjörleif B. Kvaran í gær. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. Frumkvæðið að aðkomu Bjarna að Reykjavík Energy Invest (REI) hafði Haukur Leósson, stjórnarmaður í félaginu og stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hluthafafundur sem var haldinn í REI áður en Bjarni Ármannsson keypti hlut í fyrirtækinu. Hluthafi í fyrirtækinu var þá einn aðili, Orkuveita Reykjavíkur, og handhafi þess hlutar var starfandi forstjóri Orkuveitunnar, Hjörleifur B. Kvaran. Í þáverandi stjórn REI voru Björn Ársæll Pétursson stjórnarformaður, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson. Stjórnarmenn REI voru áheyrnarfulltrúar á hluthafafundinum. Haukur Leósson segir að hann hafi leitað til Bjarna um að taka að sér starfið. „Ég hringdi í hann og bað hann að hitta mig. Ég sagði honum að okkur vantaði nýjan stjórnarformann og hann hugsaði málið í rúma viku og sló svo til." Haukur kynnti fyrirtækið fyrir Bjarna og þeir sömdu um laun hans. Haukur segir að honum finnist þau mjög sanngjörn. Borgarstjóri var síðan upplýstur um það sem fór þeim á milli en Björn Ingi Hrafnsson, annar stjórnarmaður í REI, var upplýstur um þetta „löngu seinna," segir Haukur. Um sérkjör nokkurra starfsmanna Orkuveitunnar segir Haukur að þeir hafi fengið þau því þeir hafi átt að fara til starfa hjá REI. Fleiri starfsmenn áttu þó upphaflega að fá að kaupa hlut. Spurður hvers vegna til dæmis upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, hafi átt að fá heimild til kaupa, segir Haukur: „[Fyrirtækin] voru svo samtvinnuð þangað til núna." Upplýsingafulltrúinn hafi einfaldlega sóst eftir kaupunum, „enda sjá allir hvað þetta er flott fyrirtæki". Hjörleifur B. Kvaran sóttist einnig eftir því að fá að kaupa hluti í REI. „En okkur fannst ekki rétt að stjórnendur Orkuveitunnar eða stjórnarmenn REI ættu hlut í fyrirtækinu, það væru of náin tengsl," segir Haukur. Haukur segir að fyrsti fundur nýrrar stjórnar REI verði í næstu viku. Þegar hafi verið ákveðið að Bjarni Ármannsson verði stjórnarformaður í nýrri stjórn, Orkuveitan fái tvo stjórnarmenn og nýir hluthafar, FL-Group og Atorka, fái tvo. Að sögn Hauks er ekki búið að ákveða hverjir verða stjórnarmenn. Ekki náðist í Hjörleif B. Kvaran í gær.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira