Hamilton á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2007 09:00 Lewis Hamilton gefur aðdáendum eiginhandaáritun í Kína í nótt. Nordic Photos / Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“ Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt. Aðalkeppinautur hans og liðsfélagi hjá McLaren, Fernando Alonso, náði aðeins fjórða sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Raikkönen og Felipe Massa verða á milli þeirra við upphaf keppninnar á morgun. Hamilton náði besta tímanum í síðasta hring sínum í tímatökunum en þangað til virtist hann ekki ná sínu besta fram, hvorki í tímatökunum né á æfingum. Hann var því gríðarlega ánægður árangurinn. „Þessi vika hefur verið eins og rússibanaferð og síðustu dagar mjög erfiðir,“ sagði Hamilton. Á fimmtudag og í gær var Hamilton sakaður um að hafa ekið glæfralega í síðustu keppni og átti það á hættu að missa stigin tíu sem hann vann sér inn í Japan. Hann er með tólf stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar tveimur keppnum er ólokið. Það þýðir að sigur í Kína tryggir honum titilinn. „Ég reyndi eins og ég gat að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á mig en það hefur ekki reynst auðvelt. Svo þegar við komum í morgun var ég ekki jafn hraður og Ferrari-bílarnir og Alonso. En ég er hérna í fyrsta skipti og er hægt og rólega að átta mig á brautinni.“ Raikkönen náði öðru sæti og var sáttur við það. „Við vorum mun fljótari í fyrstu og annarri tímatökunni þannig að ég myndi halda að við værum með meira bensín og þyngri bíl. Ég er ánægður með stöðu okkar og keppnisáætlun.“
Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira