Innlent

Framsóknarmenn reiðir og sárir vegna framgöngu í REI málinu

MYND/VG

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksin skrifar á bloggi sínu í dag að margir framsóknarmenn séu reiðir og sárir vegna viðskiptanna sem átt hafa sér stað með þekkingu og auðlindir Orkuveitu Reykjavíkur.

Hann skrifar ennfremur að sú aðferðafræði sem þar eigi sér stað sé mjög fjarlæg venjulegu framsóknarfólki.

"Við erum reið og okkur sárnar sú framganga sem hér á sér stað. Það er sárt að sjá verðmæti sem eiga að vera í sameign margra vera með þessum hætti mulin undir gróðaöflin. Ég er alls ekki að tala um það að við megum vel í útrás, ég er að tala um kaupréttarsamninga, milljónagróða upp úr vösum almennings o.s.frv," skrifar Bjarni.

"...ég fullyrði líka að ekkert af þessu var rætt á vettvangi flokksins á landsvísu og er öðrum en tilteknum fulltrúum okkar í borgarstjórnargeiranum óviðkomandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×