Innlent

REI: Hlutabréfasala til starfsmanna endurskoðuð

Á fundi stjórnar Reykjavík Energy Invest sem haldinn var fyrr í dag var ákveðið að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI til starfsmanna REI og Orkuveitunnar þannig að öllum starfsmönnum standi sama til boða. Sama magn hlutabréfa á sömu kjörum, eða allt að 300 þúsund krónur að nafnverði á genginu 1.28. Tillagan var samþykkt af öllum stjórnarmönnum.

Í tilkynningu frá REI segir að við ákvörðun starfskjara lykilstarfsfólks beri ávallt að horfa til hagsmuna fyrirtækisins til lengri tíma. Með því að hafa hluta starfskjara þannig að hagsmunir eigenda og starfsmanna fari saman.

Í tilkynningunni segir einnig að stjórninni beri að horfa til hagsmuna fyrirtækisins og eigenda þess. Ljóst sé að umræða undanfarinna daga hafið ekki jákvæð áhrif á REI. Starfsmenn seú sammála því að það séu hagsmunir þeirra og fyrirtækisins að friður ríki um starfsemi þess og sýna því niðurstöðunni fullan skilning.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×