Út á guð og gaddinn 2. júní 2007 00:01 Búast má við auknum látum utan við staði, en reynsla New York-búa er aukinn hávaði og slagsmál utan við staði, að minnsta kosti fyrstu mánuðina. Bareigendur í Reykjavík segjast margir uggandi yfir komandi reykingabanni. Meðan einhverjir hyggjast fjárfesta í hitalömpum og byggja einhvers konar skjólveggi utandyra hafa aðrir ekki tök á slíku og telja það einnig vafasamt að þeir muni fá slíka aðstöðu samþykkta, til að mynda með tilliti til reglugerða um hávaða. Guðmundur Magnússon, sem rekur Næsta bar, segist ekki vera með neinn viðbúnað í bígerð heldur ætla að bíða og sjá og spila framhaldið svo eftir eyranu. Staðurinn verði vitaskuld reyklaus og ekki standi til að ráða auka dyraverði til að hleypa fólki út til að reykja enda lítil aðstaða þar fyrir utan. „Þetta er í rauninni allt fremur sorglegt því ástandið var farið að þróast í þá átt að einhverjir voru farnir að banna alfarið reykingar á stöðunum sínum á meðan aðrir leyfðu þær. En það var gripið inn í þá þróun og og ríkið virðist líta á það sem skyldu sína að ala upp fullorðið fólk,“ sagði Magnús. Ætla að láta reyna á Portiðbakport fyrir reykingamenn Á veitingastaðnum Rex munu reykingamenn geta dvalið í porti bak við staðinn sem er alveg lokað en þar verður hitalömpum komið fyrir.Nokkru ofar, á öldurhúsinu Prikinu, hefur verið reykt frá árinu 1951. Eigandi Priksins, Guðfinnur Karlsson, segir að stefnan sé sú að útbúa einhverja aðstöðu í porti bak við Prikið þangað sem reykingamenn geti farið út að reykja. Hann hafi betri aðstöðu en margir þar sem portið sé alveg lokað svo reykingamenn þurfa ekki að standa í stappi við fólkið sem stendur fyrir utan staðinn. „Ég hugsa að fæstir séu búnir að fullmóta með sér hvernig og hvort þeir ætli að koma fyrir einhverri aðstöðu utandyra. Það veit enginn hvað mun gerast, hvort aðsókn minnkar eða hvort fólk heldur áfram að koma í sama mæli og minnki þá annað hvort reykingarnar eða verði á stöðugu flakki út og inn af staðnum til að reykja.“ Lögum samkvæmt má ekki taka drykki með sér út þannig að gestir munu þurfa að klára úr glösunum eða skilja drykkina eftir inni. „Flestir sjá fyrir sér að þurfa að bæta við starfsmönnum til að hleypa gestum út til að reykja og sú lægð sem skapast getur næstu mánuði hvað veltu staðanna varðar getur haft dýrkeypt áhrif hjá mörgum. Það er ekki víst að allir ráði við það að missa af tekjum, jafnvel þótt tímabundið sé. Margir bareigendur vinna sjálfir dag og nótt á staðnum til að ná endum saman og því má lítið bregða út af.“ Bannað að reykja úti á svölum Ólívers56 ára reykingum lokið Á Prikinu hefur verið reykt síðan árið 1951 og harmar eigandi staðarins reykingabann mikið.Það er fleira en reglugerð um reykingabann sem taka þarf tillit til þegar staðir fara að hleypa gestum sínum út til að reykja. Á skemmtistaðnum Ólíver eru svalir á efri hæðinni en vegna reglugerðar um hávaða mega gestir staðarins ekki vera úti á svölunum nema fyrri part kvölds. Eftir það er það ólöglegt. Sama má segja um portið hjá Prikinu, en þar verður að koma í ljós hvort hávaðareglugerðir nái að svæla reykingamenn burt. Þá eru gangstéttirnar eftir en þangað geta gestir alltaf farið og reykt og reynt svo að komast inn á staðinn aftur. Rekstrarstjóri Kaffibarsins, Árni Einar Birgisson, segir að þar muni gangstéttin fyrir utan líklega verða vinsæl til reykinga og hann muni ráða fleiri dyraverði á staðinn til að hleypa fólki út og inn að reykja sem og að fylgjast með þeim sem bíða í röðinni. Víst er að á stað eins og Kaffibarnum, þar sem fyrir bannið var mikil þröng á þingi þegar gestir reyndu æstir komast inn á staðinn, má búast við miklu havaríi. „Yfirvöld gáfu eigendum staðanna í raun ekkert svigrúm til að skapa reykingasvæði utandyra og flestir virðast vera upp á gangstéttina komnir. Það eru kannski einstaka staðir sem ekki eru í miðri íbúabyggð sem munu geta nýtt sér sín port ef slíkt er fyrir hendi,“ útskýrir Arnar. Skemmtistaðurinn Barinn á Laugavegi 22 er háður sömu annmörkum og segist rekstrarstjórinn þar einnig munu bæta við dyravörðum. Vegamót hafa góða aðstöðu fyrir reykingamenn fram eftir kvöldiNæsti bar reyklaus Næsti bar mun ekki bæta við dyravörðum eða kaupa hitalampa heldur einbeita sér að því að gera staðinn reyklausann.Á Ólíver mun líklega einnig verða bætt við dyravarðaflotann að sögn eigandans, Arnars Þórs Gíslasonar. Arnar er ásamt eiganda Vegamóta og Ölstofunnar nýkominn úr ferð til Svíþjóðar þar sem þeir kynntu sér aðstæður á sænskum reyklausum skemmtistöðum en þar er þó aðeins betur búið að reykingamönnum þar sem minni staðirnir mega hafa sérstök reykherbergi. Þó má ekki fara með drykki þangað inn. Ekki var mikil ásókn í reykingarnar í Svíþjóð en á stærri stöðum hleyptu dyraverðir reykingafólki út í hollum. Arnar segist fremur bjartsýnn á að aðsókn haldist sú sama og jafnvel að nýir kúnnar bætist í hópinn. Athvarf reykingamannanna sé fyrst og fremst gangstéttin fyrir utan. Óli Már Ólason, eigandi Vegamóta, segir að fram eftir kvöldi að minnsta kosti verði hitalampar úti í porti á staðnum. Þar sé líka skjólveggur og svo geti gestir fengið lánuð teppi. Vegamót eru því í ágætum málum hvað reykingagestina varðar en eftir klukkan tíu á kvöldin segist Óli Már þurfa að taka hitalampana inn sem og stólana og þá fara reykingamenn út á stétt að reykja líkt og annars staðar. Reykingaskýli sem bíður samþykktarEinhverjir ætla að freista þess að útbúa sérstök reykingaskýli í samræmi við reglugerðir um hvernig slík skýli mega vera, en samkvæmt reglugerðinni verður svæðið að vera úti undir beru lofti og opið að 1/4 hluta ef svæðið er undir föstu eða færanlegu þaki. Kormákur Geirharðsson segist vera með eitt skýli á teikniborðinu og vonast til að fá það samþykkt hjá Heilbrigðisstofnun. Á Rex munu menn nýta sér port sem er í eigu staðarins og láta reyna á að bjóða reykingamönnum þangað út. Planið er að koma þar fyrir hitalömpum og útbúa huggulega aðstöðu þar sem reykingamönnum verður hleypt inn og út í hollum. Flestir renna þó blint í sjóinn og fæstir vilja fjárfesta í dýrum búnaði fyrr en einhver reynsla er komin á reykingabannið. Verður spennandi að fylgjast með hvernig reykingamenn borgarinnar munu taka banninu og hvort stympingar eigi eftir að verða milli þeirra og hinna sem bíða óþreyjufullir í biðröðunum. Þau lönd sem bannað hafa reykingar á veitingahúsum og börum að öllu eða einhverju leyti eða fyrirhuga slík bönn: Ástralía Ástralar hafa komið reykingabanni á í nokkrum skrefum. Fyrsta skrefið var tekið þegar reykingar voru bannaðar á öllum veitingahúsum og mötuneytum í Suður-Ástralíu árið 1999. Neftóbak og hitalampar Búast má við því að fleiri græði á reykingabanni en þeir reyklausu. Verði þróunin sú sama og í Svíþjóð og í Noregi munu heildsalar hitalampa stórhagnast og sala neftóbaks aukast mikið.Í Bandaríkjunum hafa verið sett á lög um reyklaus veitingahús og bari. Fjögur ríki til viðbótar eru með lög með undanþágu fyrir bari þar sem gestir þurfa að standa. Belgía Í janúar á þessu ári var blátt bann lagt við reykingum á veitingahúsum: Á þeim veitingastöðum sem bjóða einungis upp á létta rétti, svo sem pítsur og kalda rétti, mega gestir þó reykja. Bútan Frá árinu 2005 hefur verið bannað að reykja á opinberum stöðum og sala tóbaks er bönnuð í landinu. Danmörk Í apríl síðastliðnum var reykingamönnum úthýst af veitingastöðum, börum og klúbbum. Sérstök reykherbergi eru leyfð á stöðum sem eru stærri að flatarmáli en 40 fermetrar. Slíkar undanþágur eru þó einungis í gildi þar til árið 2010. Finnland Finnar eru samtaka okkur Íslendingum í að henda reykingamönnum út af börum og veitingastöðum 1. júní. Frakkland Enn má reykja á börum og kaffihúsum en þó aðeins þar til í janúar 2008. Eyjarnar Guernsey og Jersey Á eyjum þessum sem heyra undir bresku krúnuna hafa reykingar verið bannaðar á veitingahúsum og börum frá árinu 2006. Hong Kong Í janúar á þessu ári voru reykingar bannaðar á flestum opinberum stöðum, þar með talið á veitingastöðum, börum, ströndum og í almenningsgörðum. Írland Árið 2004 varð Írland fyrst allra landa til að setja á algert bann við reykingum á vinnustöðum, opinberum stöðum, krám og veitingahúsum. Hörð viðurlög eru við brotum, jafnvel fangelsisdómur. Engu að síður eru fangelsin nær eini staðurinn sem bannið nær ekki til. Ítalía Reykingar bannaðar á veitingahúsum, börum og opinberum byggingum frá árinu 2005. Þar eru undanskilin sérstök reykherbergi, sem þurfa þó að uppfylla ströng skilyrði um loftræstingu og hönnun. Kanada Mörg héruð, svo sem Ontario, Alberta og Quebec, hafa bannað reykingar á börum og veitingastöðum. Litháen Reykingar bannaðar frá því í janúar á þessu ári á veitingastöðum og börum. Þar eru þó sérstakir sígarettu- og pípubarir undanskildir ásamt næturklúbbum. Noregur Reykingar bannaðar á veitingahúsum og börum frá árinu 2004. Nýja-Sjáland Banni við reykingum á veitingahúsum og börum var komið á árið 2004. Portúgal Í maí síðastliðnum voru reykingar bannaðar á þeim börum og veitingastöðum sem eru minni að flatarmáli en 100 fermetrar. Staðir sem eru stærri en það mega bjóða upp á sérstök reykingasvæði. Slíkar undanþágur verða þó aðeins leyfðar næsta árið. Svíþjóð Reykingabann á veitingahúsum og börum frá árinu 2005. Sérstök reykherbergi leyfð á minni stöðum en þó má ekki fara þar inn með drykki. Stóra-Bretland 1. júlí verða allir landshlutar orðnir reyklausir hvað opinbera staði, veitingastaði og bari varðar. Skotland reið á vaðið árið 2006, Wales og Norður-Írland tóku bannið í gildi nú í vor og England rekur svo lestina með því að banna reykingarnar nú í sumar. Úrúgvæ Frá því í mars 2006 hefur verið ólöglegt að reykja á börum og veitingahúsum. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bareigendur í Reykjavík segjast margir uggandi yfir komandi reykingabanni. Meðan einhverjir hyggjast fjárfesta í hitalömpum og byggja einhvers konar skjólveggi utandyra hafa aðrir ekki tök á slíku og telja það einnig vafasamt að þeir muni fá slíka aðstöðu samþykkta, til að mynda með tilliti til reglugerða um hávaða. Guðmundur Magnússon, sem rekur Næsta bar, segist ekki vera með neinn viðbúnað í bígerð heldur ætla að bíða og sjá og spila framhaldið svo eftir eyranu. Staðurinn verði vitaskuld reyklaus og ekki standi til að ráða auka dyraverði til að hleypa fólki út til að reykja enda lítil aðstaða þar fyrir utan. „Þetta er í rauninni allt fremur sorglegt því ástandið var farið að þróast í þá átt að einhverjir voru farnir að banna alfarið reykingar á stöðunum sínum á meðan aðrir leyfðu þær. En það var gripið inn í þá þróun og og ríkið virðist líta á það sem skyldu sína að ala upp fullorðið fólk,“ sagði Magnús. Ætla að láta reyna á Portiðbakport fyrir reykingamenn Á veitingastaðnum Rex munu reykingamenn geta dvalið í porti bak við staðinn sem er alveg lokað en þar verður hitalömpum komið fyrir.Nokkru ofar, á öldurhúsinu Prikinu, hefur verið reykt frá árinu 1951. Eigandi Priksins, Guðfinnur Karlsson, segir að stefnan sé sú að útbúa einhverja aðstöðu í porti bak við Prikið þangað sem reykingamenn geti farið út að reykja. Hann hafi betri aðstöðu en margir þar sem portið sé alveg lokað svo reykingamenn þurfa ekki að standa í stappi við fólkið sem stendur fyrir utan staðinn. „Ég hugsa að fæstir séu búnir að fullmóta með sér hvernig og hvort þeir ætli að koma fyrir einhverri aðstöðu utandyra. Það veit enginn hvað mun gerast, hvort aðsókn minnkar eða hvort fólk heldur áfram að koma í sama mæli og minnki þá annað hvort reykingarnar eða verði á stöðugu flakki út og inn af staðnum til að reykja.“ Lögum samkvæmt má ekki taka drykki með sér út þannig að gestir munu þurfa að klára úr glösunum eða skilja drykkina eftir inni. „Flestir sjá fyrir sér að þurfa að bæta við starfsmönnum til að hleypa gestum út til að reykja og sú lægð sem skapast getur næstu mánuði hvað veltu staðanna varðar getur haft dýrkeypt áhrif hjá mörgum. Það er ekki víst að allir ráði við það að missa af tekjum, jafnvel þótt tímabundið sé. Margir bareigendur vinna sjálfir dag og nótt á staðnum til að ná endum saman og því má lítið bregða út af.“ Bannað að reykja úti á svölum Ólívers56 ára reykingum lokið Á Prikinu hefur verið reykt síðan árið 1951 og harmar eigandi staðarins reykingabann mikið.Það er fleira en reglugerð um reykingabann sem taka þarf tillit til þegar staðir fara að hleypa gestum sínum út til að reykja. Á skemmtistaðnum Ólíver eru svalir á efri hæðinni en vegna reglugerðar um hávaða mega gestir staðarins ekki vera úti á svölunum nema fyrri part kvölds. Eftir það er það ólöglegt. Sama má segja um portið hjá Prikinu, en þar verður að koma í ljós hvort hávaðareglugerðir nái að svæla reykingamenn burt. Þá eru gangstéttirnar eftir en þangað geta gestir alltaf farið og reykt og reynt svo að komast inn á staðinn aftur. Rekstrarstjóri Kaffibarsins, Árni Einar Birgisson, segir að þar muni gangstéttin fyrir utan líklega verða vinsæl til reykinga og hann muni ráða fleiri dyraverði á staðinn til að hleypa fólki út og inn að reykja sem og að fylgjast með þeim sem bíða í röðinni. Víst er að á stað eins og Kaffibarnum, þar sem fyrir bannið var mikil þröng á þingi þegar gestir reyndu æstir komast inn á staðinn, má búast við miklu havaríi. „Yfirvöld gáfu eigendum staðanna í raun ekkert svigrúm til að skapa reykingasvæði utandyra og flestir virðast vera upp á gangstéttina komnir. Það eru kannski einstaka staðir sem ekki eru í miðri íbúabyggð sem munu geta nýtt sér sín port ef slíkt er fyrir hendi,“ útskýrir Arnar. Skemmtistaðurinn Barinn á Laugavegi 22 er háður sömu annmörkum og segist rekstrarstjórinn þar einnig munu bæta við dyravörðum. Vegamót hafa góða aðstöðu fyrir reykingamenn fram eftir kvöldiNæsti bar reyklaus Næsti bar mun ekki bæta við dyravörðum eða kaupa hitalampa heldur einbeita sér að því að gera staðinn reyklausann.Á Ólíver mun líklega einnig verða bætt við dyravarðaflotann að sögn eigandans, Arnars Þórs Gíslasonar. Arnar er ásamt eiganda Vegamóta og Ölstofunnar nýkominn úr ferð til Svíþjóðar þar sem þeir kynntu sér aðstæður á sænskum reyklausum skemmtistöðum en þar er þó aðeins betur búið að reykingamönnum þar sem minni staðirnir mega hafa sérstök reykherbergi. Þó má ekki fara með drykki þangað inn. Ekki var mikil ásókn í reykingarnar í Svíþjóð en á stærri stöðum hleyptu dyraverðir reykingafólki út í hollum. Arnar segist fremur bjartsýnn á að aðsókn haldist sú sama og jafnvel að nýir kúnnar bætist í hópinn. Athvarf reykingamannanna sé fyrst og fremst gangstéttin fyrir utan. Óli Már Ólason, eigandi Vegamóta, segir að fram eftir kvöldi að minnsta kosti verði hitalampar úti í porti á staðnum. Þar sé líka skjólveggur og svo geti gestir fengið lánuð teppi. Vegamót eru því í ágætum málum hvað reykingagestina varðar en eftir klukkan tíu á kvöldin segist Óli Már þurfa að taka hitalampana inn sem og stólana og þá fara reykingamenn út á stétt að reykja líkt og annars staðar. Reykingaskýli sem bíður samþykktarEinhverjir ætla að freista þess að útbúa sérstök reykingaskýli í samræmi við reglugerðir um hvernig slík skýli mega vera, en samkvæmt reglugerðinni verður svæðið að vera úti undir beru lofti og opið að 1/4 hluta ef svæðið er undir föstu eða færanlegu þaki. Kormákur Geirharðsson segist vera með eitt skýli á teikniborðinu og vonast til að fá það samþykkt hjá Heilbrigðisstofnun. Á Rex munu menn nýta sér port sem er í eigu staðarins og láta reyna á að bjóða reykingamönnum þangað út. Planið er að koma þar fyrir hitalömpum og útbúa huggulega aðstöðu þar sem reykingamönnum verður hleypt inn og út í hollum. Flestir renna þó blint í sjóinn og fæstir vilja fjárfesta í dýrum búnaði fyrr en einhver reynsla er komin á reykingabannið. Verður spennandi að fylgjast með hvernig reykingamenn borgarinnar munu taka banninu og hvort stympingar eigi eftir að verða milli þeirra og hinna sem bíða óþreyjufullir í biðröðunum. Þau lönd sem bannað hafa reykingar á veitingahúsum og börum að öllu eða einhverju leyti eða fyrirhuga slík bönn: Ástralía Ástralar hafa komið reykingabanni á í nokkrum skrefum. Fyrsta skrefið var tekið þegar reykingar voru bannaðar á öllum veitingahúsum og mötuneytum í Suður-Ástralíu árið 1999. Neftóbak og hitalampar Búast má við því að fleiri græði á reykingabanni en þeir reyklausu. Verði þróunin sú sama og í Svíþjóð og í Noregi munu heildsalar hitalampa stórhagnast og sala neftóbaks aukast mikið.Í Bandaríkjunum hafa verið sett á lög um reyklaus veitingahús og bari. Fjögur ríki til viðbótar eru með lög með undanþágu fyrir bari þar sem gestir þurfa að standa. Belgía Í janúar á þessu ári var blátt bann lagt við reykingum á veitingahúsum: Á þeim veitingastöðum sem bjóða einungis upp á létta rétti, svo sem pítsur og kalda rétti, mega gestir þó reykja. Bútan Frá árinu 2005 hefur verið bannað að reykja á opinberum stöðum og sala tóbaks er bönnuð í landinu. Danmörk Í apríl síðastliðnum var reykingamönnum úthýst af veitingastöðum, börum og klúbbum. Sérstök reykherbergi eru leyfð á stöðum sem eru stærri að flatarmáli en 40 fermetrar. Slíkar undanþágur eru þó einungis í gildi þar til árið 2010. Finnland Finnar eru samtaka okkur Íslendingum í að henda reykingamönnum út af börum og veitingastöðum 1. júní. Frakkland Enn má reykja á börum og kaffihúsum en þó aðeins þar til í janúar 2008. Eyjarnar Guernsey og Jersey Á eyjum þessum sem heyra undir bresku krúnuna hafa reykingar verið bannaðar á veitingahúsum og börum frá árinu 2006. Hong Kong Í janúar á þessu ári voru reykingar bannaðar á flestum opinberum stöðum, þar með talið á veitingastöðum, börum, ströndum og í almenningsgörðum. Írland Árið 2004 varð Írland fyrst allra landa til að setja á algert bann við reykingum á vinnustöðum, opinberum stöðum, krám og veitingahúsum. Hörð viðurlög eru við brotum, jafnvel fangelsisdómur. Engu að síður eru fangelsin nær eini staðurinn sem bannið nær ekki til. Ítalía Reykingar bannaðar á veitingahúsum, börum og opinberum byggingum frá árinu 2005. Þar eru undanskilin sérstök reykherbergi, sem þurfa þó að uppfylla ströng skilyrði um loftræstingu og hönnun. Kanada Mörg héruð, svo sem Ontario, Alberta og Quebec, hafa bannað reykingar á börum og veitingastöðum. Litháen Reykingar bannaðar frá því í janúar á þessu ári á veitingastöðum og börum. Þar eru þó sérstakir sígarettu- og pípubarir undanskildir ásamt næturklúbbum. Noregur Reykingar bannaðar á veitingahúsum og börum frá árinu 2004. Nýja-Sjáland Banni við reykingum á veitingahúsum og börum var komið á árið 2004. Portúgal Í maí síðastliðnum voru reykingar bannaðar á þeim börum og veitingastöðum sem eru minni að flatarmáli en 100 fermetrar. Staðir sem eru stærri en það mega bjóða upp á sérstök reykingasvæði. Slíkar undanþágur verða þó aðeins leyfðar næsta árið. Svíþjóð Reykingabann á veitingahúsum og börum frá árinu 2005. Sérstök reykherbergi leyfð á minni stöðum en þó má ekki fara þar inn með drykki. Stóra-Bretland 1. júlí verða allir landshlutar orðnir reyklausir hvað opinbera staði, veitingastaði og bari varðar. Skotland reið á vaðið árið 2006, Wales og Norður-Írland tóku bannið í gildi nú í vor og England rekur svo lestina með því að banna reykingarnar nú í sumar. Úrúgvæ Frá því í mars 2006 hefur verið ólöglegt að reykja á börum og veitingahúsum.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira