Innlent

Engar kvartanir vegna reykingabanns

Gestir veitinga- og skemmtihúsa létu fæstir á sig fá að þurfa að standa úti í nótt til að fá sér að reykja. Svo virðist sem flestir hafi virt bannið þó fólk sé missátt við það.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekki hafa borið á neinum kvörtunum í nótt sem tengdust reykingabanninu sem tók gildi í gær. Flestir veitinga- og skemmtihúsaeigendur hleyptu fólki út á stétt fyrir utan staðina til að reykja en einhverjir höfðu sett upp sér aðstöðu fyrir reykingafólk við staðina. Virði veitinga- og skemmtistaðir ekki reykingabannið er hægt að beita þá dagsektum, dugi þær ekki til að stöðva reykingarnar er hægt að loka stöðunum. Ekki er hægt að beita gestina sjálfa neinum peningasektum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×