Innlent

Vesturbæjarhreinsun

Borgaryfirvöld halda áfram að taka upp hanskann fyrir Reykjavík en í dag er hreinsunardagur í Vesturbænum.

Dagskráin hófst klukkan ellefu á fjórum stöðum í hverfinu, við Grandaskóla, á Landakotstúni, við Melaskóla og við Skerjaver í Skerjafirði. Starfsmenn borgarinnar leggja til verkfæri og sjá um verkstjórn. Myndatökumaður okkar var á ferðinni nú fyrir hádegið og rakst þar á þennan hóp af fólki á leikvelli á Högunum sem var í óðaönn að tyrfa og snyrta. Borgarstjórn lá ekki á liði sínu og Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs lagði þarna hönd á plóg. Klukkan tvö í dag verður svo grillveisla við Vesturgarð, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar við Hjarðarhaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×