Lífið

36 pylsur á 12 mínútum

Bandaríkjamenn keppa í öllu á milli himins og jarðar og engum þarf að koma á óvart að þessi mikla matarþjóð gerir pylsuát að æsispennandi keppni. Helstu pylsuætur Fíladelfíu öttu kappi í gær og eftir mikið át stóð Sonya nokkur Thomas uppi sem sigurvegari. Svarta ekkjan eins og hún er einnig kölluð hámaði í sig 36 pylsur í brauði á aðeins tólf mínútum. Hún vann sér þar með sæti á heimsmeistaramótinu í pylsuáti sem fram fer í New York í júlí. Thomas á þó nokkuð í land með að ná heimsmethafanum Takeru Kobayashi frá Japan. Hann getur borðað 53 pylsur með öllu á tólf mínútum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.